New York löggan fær 250 Smart ForTwo Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2016 09:13 Litlir og sætir löggubílar í New York. Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Lögreglan í New York hefur ákveðið að taka í sína þjónustu 250 nýja Smart ForTwo bíla. Þessir bílar eru einir þeir allra minnstu sem framleiddir eru, en fyrir vikið eru þeir einkar meðfærilegir í þéttri umferðinni í “stóra eplinu”. Beygjuradíus Smart ForTwo er innan við 7 metra. Þessir bílar koma til með að leysa af hólmi þriggja hjóla mótorhjól sem lögreglan hefur haft til umráða í nokkurn tíma en þykja ekki ýkja þægileg vinnutæki. Víst má telja að betur fari um lögreglumenn í bílum með loftkælingu en á þessum mótorhjólum. Smart ForTwo bílarnir eru langt frá því að vera ógnvekjandi í baksýnisspeglum íbúa New York og fagnar lögreglan því að fá svo huggulega ásjónu. Smart hefur þegar afhent 100 svona bíla og brátt munu þeir verða 250 talsins.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent