Gunnar Bragi sakar Sigurð Inga og Eygló um baktjaldamakk Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. september 2016 18:45 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Hann styður Sigmund Davíð til formennsku og hvetur Lilju Alfreðsdóttur til að sækjast eftir varaformannsembættinu. Mikil ólga hefur verið innan framsóknarflokksins undanfarna daga, eða allt frá því að Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti um framboð sitt gegn sitjandi formanni, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Stjórn flokksins er klofin en Eygló Harðardóttir styður breytta forystu flokksins og gaf út í gær að nái Sigurður Ingi kjöri ætli hún að sækjast eftir varaformannsembætti. Gunnar Bragi segir að framboð Sigurðar og Eyglóar gegn Sigmundi komi sér mikið á óvart. Sjálfur styður hann Sigmund Davíð og er sannfærður um að hann vinni formannskjörið. „Fyrstu viðbrögðin eru fyrst og fremst sorg þegar maður uppgötvar að það er lengi búið að vera eitthvað baktjaldamakk og undirmál í flokknum þegar maður hélt að það væri verið að vinna þetta allt af heiðarleika. Fyrir mér er alveg ljóst að það er búið að vera að plana þetta lengi og mér sýnist Sigurður Ingi og Eygló vera saman í einhverskonar liði. Svo þegar maður skoðar myndina þá kannski hugsar maður til baka og hugsar hverskonar kjáni maður er búinn að vera að sjá þetta ekki, hvað er búið að vera í pípunum.“Gunnar Bragi Sveinsson vill sjá Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem varaformann Framsóknarflokksinsvísir/stefánVill sjá Lilju sem varaformann Gunnar Bragi lýsti því yfir fyrr í september að hann gæti hugsað sér að sækjast eftir varaformannsembætti í flokknum. Hann hefur nú fallið frá því. „Mig langar að nefna þetta, fyrst þetta er komið fram með Eygló Harðardóttur, að ég hef hvatt Lilju Alfreðsdóttur til þess að gefa kost á sér til varaformanns og mun styðja hana dyggilega í því. Lilja hefur verið einn stærsti og besti stuðningsmaður Sigmundar Davíðs og ég sé fyrir mér að þau myndu mynda mjög gott og sterkt teymi.“ Hann segir mikinn klofning innan flokksins. „Það er klofningur í flokknum. að mínu viti að algjörlega ástæðulausu. En svona er þetta nú bara, að traustustu menn virðast glepjast af einhverju öðru og ganga þá á bak því sem þeir hafa sagt. Kannski er það eitthvað sem hefur viðgengist í pólitík en ég man aldrei eftir því áður í Framsóknarflokknum að menn hreinlega myndi einhverskonar teymi eða lið til að fara gegn formanni flokksins. Þó ýmislegt hafi nú gengið á hjá okkur í gegnum tíðina. Það eru bara fyrst og fremst leiðindaslagsmál sem eru fram undan, það er bara þannig sem það er, og getur stórskaðað flokkinn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21 Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Kannast ekkert við lýsingar Sigurðar "Nú verður Sigurður Ingi að stíga fram og upplýsa hvaða þingmenn sátu á svikráð um við formann flokksins,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. september 2016 15:21
Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í apríl Sigurður Ingi ræddi formannsbaráttuna á Sprengisandi. 25. september 2016 11:25
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. september 2016 19:08