Örfáir dagar lausir í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2016 10:00 Veiðimenn sem hafa ekki fengið fylli sína á þessu tímabili skima eftir lausum leyfum þessa dagana. Það er svo sem ekki úr miklu að moða í laxveiði en þó eru laus leyfi í Ytri Rangá og Eystri Rangá, svo má kannski finna eitthvað annað í minni ám en það er þó ekki mikið. Það er nú einu sinni þannig að eftirspurnin á þessum árstíma er minni en þeir sem vilja kíkja í einhverja veiði leita auðvitað fyrst í árnar sem hafa verið að gefa vel og þar sem veiðivon er góð. Það er þannig í Ytri Rangá þessa dagana en veiðin í henni hefur verið afskaplega góð í sumar og er áinn sú aflahæsta á landinu með rúmlega 8.600 laxa samkvæmt tölum í gær og það er ennþá mikill fiskur í ánni. Það er rétt mánuður í að veiði ljúki í Ytri Rangá og það er ekkert ólíklegt að áinn fari í 9.500 laxa miðað við hvernig er að veiðast og þá þarf að vísu líka að hafa í huga að veðrið verði í lagi. Spáin í næstu viku er góð svo það lítur vel út fyrir þá sem eru á leiðinni í haustveiðina í Ytri. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Veiðimenn sem hafa ekki fengið fylli sína á þessu tímabili skima eftir lausum leyfum þessa dagana. Það er svo sem ekki úr miklu að moða í laxveiði en þó eru laus leyfi í Ytri Rangá og Eystri Rangá, svo má kannski finna eitthvað annað í minni ám en það er þó ekki mikið. Það er nú einu sinni þannig að eftirspurnin á þessum árstíma er minni en þeir sem vilja kíkja í einhverja veiði leita auðvitað fyrst í árnar sem hafa verið að gefa vel og þar sem veiðivon er góð. Það er þannig í Ytri Rangá þessa dagana en veiðin í henni hefur verið afskaplega góð í sumar og er áinn sú aflahæsta á landinu með rúmlega 8.600 laxa samkvæmt tölum í gær og það er ennþá mikill fiskur í ánni. Það er rétt mánuður í að veiði ljúki í Ytri Rangá og það er ekkert ólíklegt að áinn fari í 9.500 laxa miðað við hvernig er að veiðast og þá þarf að vísu líka að hafa í huga að veðrið verði í lagi. Spáin í næstu viku er góð svo það lítur vel út fyrir þá sem eru á leiðinni í haustveiðina í Ytri.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði