Vill ekki að fólk hagi sér eins og það „eigi“ stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 14:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Sjá meira
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46
Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41