Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Hulda Hólmkelsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 24. september 2016 12:16 Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mætir á einn af þingflokksfundum Framsóknar þegar Panama-stormurinn stóð sem hæst. vísir/vilhelm Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, telur það lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að velja á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem formann flokksins. Tilkynning Sigurðar Inga um að hann ætli í formannsframboð gegn Sigmundi Davíð hefur vakið mikla athygli. Fréttastofa reyndi í morgun að ná tali af ráðherrum framsóknar vegna málsins. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur og Eygló Harðardóttur og Gunnar Bragi Sveinsson baðst undan viðtali. „Ég held ég hafi bara sagt alla tíð að mér finnst ótrúlega flott og við erum lánsöm að hafa átt svona flottan foringja sem hefur gert mikla hluti. Þegar ég lít nú yfir farinn veg þá er ég mjög sátt og hamingjusöm að hafa fengið að taka þátt í því að vera í ríkisstjórn með Sigmundi Davíð og síðan Sigurði Inga,“ segir Sigrún í samtali við fréttastofu.Ljóst er að mótspyrna Sigurðar Inga verður mun meiri en sitjandi formaður fékk á kjördæmisráði flokksins í Mývatnssveit um síðustu helgiVísir/EyþórÞögul sem gröfin um hvern hún kýs „Mér finnst þetta tveir mjög miklir leiðtogar og hæfileikamenn. Þannig að ég er hrifin af þeim báðum og það er lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn að eiga tvo svona öfluga leiðtoga. En flokkurinn verður að velja og við öll og það gerum við um næstum helgi.“ Þingflokkur Framsóknarflokksins var í gær kallaður saman með stuttum fyrirvara til að ræða forystu flokksins. Sigrún vill ekkert gefa upp um hvern hún hyggst kjósa næstu helgi en hún hefur áður lýst opinberlega yfir stuðningi við Sigmund Davíð. Hún segir síðastliðið hálft ár hafa verið erfitt og að það sé ekki gott að horfa upp á leiðtoga sinn engjast. „Það ríkir náttúrulega ekki hamingja meðal Framsóknarmanna eins og gengið hefur á gagnvart honum í hálft ár, það náttúrulega segir sig alveg sjálft. Það er ekki þannig. Okkur hefur fundist þetta örðugur tími á margan hátt og maður gleðst ekki þegar maður sér leiðtoga sinn engjast.“Vigdís Hauksdóttir.Vísir/Friðrik ÞórVigdís á von á stórsigri Sigmundar Enginn þeirra þingmanna Framsóknarflokksins sem fréttastofa ræddi við í morgun vildi tjá sig um málið í fjölmiðlum að undanskilinni Vigdísi Hauksdóttur. Hún telur að Sigmundur Davíð vinni stórsigur á flokksþinginu. „Bara frábært að vera með kosningu um formanninn á flokksþinginu. Það sýnir að það sé líf í flokknum. Ég tel að Sigmundur Davíð komi til með að vinna mikinn sigur á þessu flokksþingi. Svona svipað eins og hann vann í kjördæmi sínu núna síðustu helgi. Svo kannski bara hugsar Sigurður Ingi þetta þannig að bjóða flokksmönnum upp á val þannig að það er bara frábært. Lýðræðið er gott,“ segir Vigdís.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld. 23. september 2016 19:56
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00