Á Facebook-síðu lögreglunnar í Eyjum kemur fram að krafist sé áframhaldandi gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 1. október næstkomandi. Þá segir jafnframt að unnið sé að fullum þunga að rannsókn málsins og verið sé að yfirheyra alla sem hugsanlega geti veitt upplýsingar um það. Þá er einnig unnið úr öðrum gögnum sem borist hafa lögreglunni og tengjast málinu.
Árásin hefur vakið mikinn óhug enda eru lýsingar í greinargerð lögreglu sem rakin er ítarlega í gæsluvarðhaldsúrskurðinum ófagrar. Í greinargerðinni kemur meðal annars fram að konan hafa verið illa útleikin þegar komið var að henni á sjötta tímanum á laugardagsmorgun.
Vitni lýsti því þannig að hún hafi verið afmynduð í andliti, nakin og blóðug á kynfærum. Voru áverkar hennar afar miklir og var konan köld og í annarlegu ástandi þegar hún fannst, óróleg og frásögn hennar verið óljós.