Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 19:08 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa þingflokksfund Framsóknarflokksins upp úr klukkan 14:30 í dag. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali þá en tilkynnti í kvöld að hann ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Vísir/Eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42