Hallgrímur Pétursson snýr aftur Óttar Guðmundsson skrifar 24. september 2016 07:00 Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Margir hafa haft áhyggjur af Framsóknarflokknum á síðustu misserum. Formaðurinn liggur undir stöðugu ámæli og fjöldi misviturra manna glefsar í hann og aðra flokksmenn. Það kom vel á vonda að Hallgrímur heitinn Pétursson birtist skynugum bónda norður í landi í draumi á dögunum. Hallgrímur kom haltrandi inn svefnherbergisgólfið, staðnæmdist við rúmstokkinn og handlék nýlega útgáfu af Passíusálmunum. Hann horfði á manninn dapurlegum augum og fór með þessar nýju heilræðavísur. Að því búnu snerist hann á hæl og hvarf manninum sýnum. Bóndinn vaknaði, mundi vísurnar og sendi þær mér í tölvupósti: Lastaðu aldrei lítilmagna og láttu þá í friði sem eiga litlu láni að fagna á landsmálanna sviði. Framsóknar við flokkinn skaltu friðsamlega láta, víst ávallt þann vana haltu ef veigalitlir gráta. Aldrei skyldi í þá glefsað sem ábyrgð þunga bera, og víst skal þeim ei verða refsað sem vita ei hvað þeir gera. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun