Píratar ráku kosningastjóra vegna skoðanaágreinings Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2016 07:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmnastjóri Pírata Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir minni samningsvilja hjá ríkinu en Kennarasambandinu Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19