Lífið

Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð og Bjarni í sjónvarpssal í kvöld ásamt Óttarri Proppé og Benedikt Jóhannessyni.
Sigmundur Davíð og Bjarni í sjónvarpssal í kvöld ásamt Óttarri Proppé og Benedikt Jóhannessyni. vísir/ernir
Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi.

Eins og vanalega fylgist fólkið á Twitter vel með og hafa fyrstu mínútur þáttarins strax vakið mikla athygli en þá var farið yfir sögu þeirrar ríkisstjórnar sem fer frá völdum í komandi kosningum.

Meðal annars var það rifjað upp þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hringdu inn í útvarpsþátt Sigga Hlö á Bylgjunni á meðan þeir voru í stjórnarmyndunarviðræðum og báðu um lagið Wild Boys.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst og neðst í fréttinni má fylgjast með umræðunni á Twitter en hún fer fram undir myllumerkinu #kosningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×