Ein tæknilegasta sýning sem ég hef unnið við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2016 14:30 "Það er eins og opnast hafi fyrir slagæð hugmynda hjá mér, þær bara flæða,“ segir Kristjana kát. Vísir/Eyþór Hér er á ferðinni nýr söngleikur. Handritið er eftir Andra Snæ en leikgerðin eftir Berg Þór Ingólfsson og hann samdi nýja söngtexta sem ég gerði ný lög við, alls fimmtán talsins.“ Þetta segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona um Bláa hnöttinn sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu nú á laugardaginn. Eins og samnefnd bók er sýningin ævintýri þar sem brýnt er fyrir fólki að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Tuttugu og tvö börn eru í sýningunni og þau fljúga út um allt svið að sögn Kristjönu. „Þetta er ein tæknilegasta sýning sem ég hef unnið við í leikhúsi,“ segir hún. Kristjana kveðst hafa samið lögin að mestu á fyrstu sex mánuðum ársins, ásamt því að klára trúðasýningu með álíka mörgum lögum og líka sína fyrstu sólóplötu með eigin tónsmíðum. „Það er eins og það hafi opnast ný slagæð með hugmyndum hjá mér. Þær bara flæða,“ segir hún glaðlega. Miklar pælingar liggja bak við lögin í Bláa hnettinum eins og hún lýsir. „Gleðiglaumur kemur inn á þennan bláa hnött og gerir þar usla og því hef ég öll lögin hans dálítið virkjana- og iðnvæðingarleg. En tónlist sem hljómar í dökka heiminum er sinfónísk, þar er samt bland í poka.“ Börnin eru með míkrófóna og söngurinn er allur lifandi en undirleikurinn ekki, að sögn Kristjönu. „Nú fékk ég í fyrsta skipti alvöru upptökustjóra með mér. Daði Birgisson spilar á öll hljóðfærin og við eigum útsetningarnar saman. Það er dýrmætt að fá slíkan fagmann með sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hér er á ferðinni nýr söngleikur. Handritið er eftir Andra Snæ en leikgerðin eftir Berg Þór Ingólfsson og hann samdi nýja söngtexta sem ég gerði ný lög við, alls fimmtán talsins.“ Þetta segir Kristjana Stefánsdóttir tónlistarkona um Bláa hnöttinn sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu nú á laugardaginn. Eins og samnefnd bók er sýningin ævintýri þar sem brýnt er fyrir fólki að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Tuttugu og tvö börn eru í sýningunni og þau fljúga út um allt svið að sögn Kristjönu. „Þetta er ein tæknilegasta sýning sem ég hef unnið við í leikhúsi,“ segir hún. Kristjana kveðst hafa samið lögin að mestu á fyrstu sex mánuðum ársins, ásamt því að klára trúðasýningu með álíka mörgum lögum og líka sína fyrstu sólóplötu með eigin tónsmíðum. „Það er eins og það hafi opnast ný slagæð með hugmyndum hjá mér. Þær bara flæða,“ segir hún glaðlega. Miklar pælingar liggja bak við lögin í Bláa hnettinum eins og hún lýsir. „Gleðiglaumur kemur inn á þennan bláa hnött og gerir þar usla og því hef ég öll lögin hans dálítið virkjana- og iðnvæðingarleg. En tónlist sem hljómar í dökka heiminum er sinfónísk, þar er samt bland í poka.“ Börnin eru með míkrófóna og söngurinn er allur lifandi en undirleikurinn ekki, að sögn Kristjönu. „Nú fékk ég í fyrsta skipti alvöru upptökustjóra með mér. Daði Birgisson spilar á öll hljóðfærin og við eigum útsetningarnar saman. Það er dýrmætt að fá slíkan fagmann með sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. september 2016.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira