Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:34 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun. Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00