Renault Zoe með 320 km drægni í París Finnur Thorlacius skrifar 21. september 2016 12:40 Renault Zoe. Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Litli rafmagnsbíllinn Renault Zoe sem selst hefur mjög vel á meginlandi Evrópu fær myndarlega uppfærslu á næstunni hvað drægni bílsins varðar og verður hún kynnt á komandi bílasýningu í París. Núverandi Zoe bíll er með 145 km drægni, en með nýjum rafhlöðum frá LG fer drægnin í 320 kílómetra, sem er rúmlega tvöföldun. Renault seldi 18.469 Zoe bíla í Evrópu í fyrra, en það er um 20% allra seldra rafmagnsbíla í álfunni það ár. Hann var með 55% hlutdeild seldra rafmagnsbíla í Frakklandi í fyrra. Þó lítill sé mun þessi nýja gerð Zoe kosta 22.400 Evrur, en með því fylgja ekki rafhlöður bílsins sem eigendur bílanna leigja fyrir 49 Evrur á mánuði. Kuapendur Zoe fá reyndar endurgreiðslu frá franska ríkinu við kaup á Zoe og slíkar endurgreiðslur eru líka við lýði í nokkrum öðrum Evrópulöndum, svo endanlegt kaupverð bílsins er nokkru lægra en 22.400 Evrur.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent