Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. september 2016 07:00 Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. Um síðustu mánaðamót voru 416 hælisleitendur hjá þjónustuaðilum Útlendingastofnunar og þá voru öll pláss full. Síðan þá hafa um eitt hundrað manns bæst í hópinn. Útlendingastofnun skoðar að reisa gistiskýli fyrir flóttamenn til að allir hafi þak yfir höfuðið. Fáist ekki leyfi kemur til greina að leita á náðir Rauða krossins. „Það er neyðarástand á næsta leiti ef ekki verður gripið inn í,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Rauði krossinn, sem hluti af almannavarnakerfi landsins, kæmi til með að opna fjöldahjálparstöð ef öll önnur úrræði bregðast,“ bætir Björn við. Slík fjöldahjálparstöð yrði að hluta sambærileg þeim sem rísa í kjölfar náttúruhamfara eða aftakaveðurs. Sá munur er að stöð í þessu tilfelli þyrfti hækkað þjónustustig þar sem flóttamannastöðin er reist til lengri tíma en hin venjulega fjöldahjálparstöð. „Það þyrfti lágmarksfjölda fermetra á hvern og einn, stöðuga viðveru starfsmanna, heilsugæslu, sálfræðilegan stuðning og félagsstarf,“ segir Björn. Að sögn Björns hafa málefni hælisleitenda haft tilhneigingu til þess að stranda í hægagangi kerfisins. Rauði krossinn sé alltaf reiðubúinn og muni ekki skorast undan þessari samfélagslegu ábyrgð ef til félagsins verði leitað. Til þess þurfi hins vegar ekki að koma. „Húsnæðið er til hvort sem þau úrræði eru á hendi ríkisins, sveitarfélaga eða einkaaðila,“ segir Björn. „Það sem vantar er pólitískur vilji til að koma í veg fyrir þetta ástand og sem samfélag ættum við að geta gert miklu betur í þessum málum en hefur verið hingað til.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira