Samningaviðræður um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. september 2016 19:00 Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna. Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Reykjavíkurborg og Útlendingastofnun eru langt komnar í samningaviðræðum um að borgin hýsi 110 hælisleitendur til viðbótar við þá níutíu sem hún hýsir í dag. Ástand í húsnæðismálum hælisleitenda er slæmt og leitar Útlendingastofnun allra leiða til að bæta úr því. Húsnæðismál hælisleitenda eru í ólestri en aldrei hafa jafnmargir sótt um vernd á einu ári hér á landi. Umsóknir á árinu er þegar yfir fimm hundruð. Borgin og Útlendingastofnun funduðu um málið í gær og ganga samningaviðræður vel. Samningur verður líklegast undirritaður á næstu dögum. „Við erum að vonast til að geta tekið við í okkar þjónustu væntanlega í kring um 100 manns á einhverjum tíma í viðbót við þá níutíu sem þegar eru í þjónustu,“ segir Anna Krisinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar. Náist samningar muni borgarráð taka endanlega ákvörðun í málinu. Borgin vinnur nú að því að finna húsnæði. „Við erum að leita logandi ljósi og höfum gert það undanfarnar vikur. Við leitum að ásættanlegu húsnæði,“ segir Anna. Taki borgin við 110 hælisleitendum til viðbótar mun til þess koma í áföngum á næstu vikum og mánuðum en vonir standa til þess að borgin geti tekið við hluta hópsins í október. Anna útskýrir að búsetuúrræðin verði um alla borg en ekki öll á einum stað. Hún segir mikinn vilja hjá borginni í að aðstoða Útlendingastofnun í húsnæðismálum hælisleitenda. „Við erum kannski að axla okkar ábyrgð sem höfuðborg að taka hér vel á móti fólki. Ég er ekki viss um að almenningur verið mikið var við það að hér séu hundrað eða tvö hundruð hælisleitendur hér í þjónustu. Ég held að almenningur verði miklu frekar var við þá ferðamenn sem eru hér,“ segir Anna.
Flóttamenn Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira