Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 15:00 Cris Cyborg þarf að skera svakalega niður en Haraldur Nelson telur þetta stórhættulegt. vísir/getty Bardakonan Cris Cyborg, sem er ein sú stærsta í bransanum, berst öðru sinni á ferlinum í UFC um helgina þegar hún mætir Linu Lansberg í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night 95 í Brasilíuborg. Cyborg er fjaðurvigtarmeistari í Invicta FC, deildinni sem Sunna okkar Rannvegisdóttir þreytir frumranu sína í á föstudaginn, en hún barðist í fyrsta sinn undir merkjum UFC fyrr á árinu og vann. Hún tapaði fyrsta atvinnumannabardaga sínum á ferlinum en er nú búin að vinna 16 í röð. Þessi 31 árs gamla brasilíska bardagakona, sem heitir réttu nafni Cristiane Justino, þarf að skera sig niður um ellefu kíló fyrir bardagann. Hún og Lansberg ætla að berjast í 65 kg flokki en Cyborg er langt frá því að ná vigt á föstudaginn. Cyborg þarf að léttast um ellefu kíló en hún upplýsti það í útvarpsþætti Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims, í gær að hún væri 76 kg núna og að henni gengi bölvanlega að léttast. Svona mikill niðurskurður á jafnskömmum tíma er bókstaflega hættulegur eins og gefur að skilja.Cyborg leit vel út fyrir fyrsta UFC-bardagann en þjáningin var mikil á leiðinni.vísir/gettySett á pilluna „Ég hef ekki náð 68 kg enn þá í æfingabúðunum. Þetta lítur illa út. Ég leit í spegil og ég bara skil ekki af hverju ég næ ekki þessari þyngd. Það sem ég gerði öðruvísi í þessum æfingabúðum er að nota pilluna [getnaðarvörnina, innsk. blm],“ segir Cyborg, en George Lockhart, næringafræðingur hennar, stakk upp á því. „Ég veit ekki af hverju ég er að taka pilluna. Okkur gekk vel fyrir síðasta bardaga. Það var mjög erfitt en það tókst. George var með þetta plan en núna er ég 76 kíló,“ segir hún. Þegar Cyborg viðurkennir að það var henni erfitt að ná þyngd fyrir síðasta bardaga, hennar fyrsta í UFC, er aðeins hálf sagan sögð. Þar reyndi hún einnig að ná 65 kg fyrir vigtunardag og þurfti að skera svakalega niður á síðustu dögunum. Í heimildarmynd um Cyborg þar sem fylgst var með henni í aðdraganda bardagans mátti sjá hvernig hún kvaldist er hún fékk litla sem enga næringu á leið sinni á vigtina en sjá brot úr því má sjá í stiklu fyrir myndina. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði en Gunnar þarf ávalt bara að missa nokkur kíló fyrir bardaga og hefur nægan tíma til þess. Þeir eru báðir virkilega á móti þessari aðferð. Haraldur deilir frétt vefsins MMA Mania á Facbook sem fjallar um málið og skrifar: „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga.“ Það er ekki bara það, að bardagafólk setur sig í hættu við að skera svona mikið niður heldur þyngist það mikið eftir vigtunina þegar það byrjar aftur að næra sig og fer þá nær sinni raunverulegu þyngd. Þetta finnst Haraldi heldur ekki sniðugt. „Bardagafólk getur slasast alvarlega því mótherjinn er kannski í raun og veru þremur til fjórum þyngdarflokkum fyrir ofan þyngdarflokkinn sem verið er að berjast í,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Bardakonan Cris Cyborg, sem er ein sú stærsta í bransanum, berst öðru sinni á ferlinum í UFC um helgina þegar hún mætir Linu Lansberg í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night 95 í Brasilíuborg. Cyborg er fjaðurvigtarmeistari í Invicta FC, deildinni sem Sunna okkar Rannvegisdóttir þreytir frumranu sína í á föstudaginn, en hún barðist í fyrsta sinn undir merkjum UFC fyrr á árinu og vann. Hún tapaði fyrsta atvinnumannabardaga sínum á ferlinum en er nú búin að vinna 16 í röð. Þessi 31 árs gamla brasilíska bardagakona, sem heitir réttu nafni Cristiane Justino, þarf að skera sig niður um ellefu kíló fyrir bardagann. Hún og Lansberg ætla að berjast í 65 kg flokki en Cyborg er langt frá því að ná vigt á föstudaginn. Cyborg þarf að léttast um ellefu kíló en hún upplýsti það í útvarpsþætti Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims, í gær að hún væri 76 kg núna og að henni gengi bölvanlega að léttast. Svona mikill niðurskurður á jafnskömmum tíma er bókstaflega hættulegur eins og gefur að skilja.Cyborg leit vel út fyrir fyrsta UFC-bardagann en þjáningin var mikil á leiðinni.vísir/gettySett á pilluna „Ég hef ekki náð 68 kg enn þá í æfingabúðunum. Þetta lítur illa út. Ég leit í spegil og ég bara skil ekki af hverju ég næ ekki þessari þyngd. Það sem ég gerði öðruvísi í þessum æfingabúðum er að nota pilluna [getnaðarvörnina, innsk. blm],“ segir Cyborg, en George Lockhart, næringafræðingur hennar, stakk upp á því. „Ég veit ekki af hverju ég er að taka pilluna. Okkur gekk vel fyrir síðasta bardaga. Það var mjög erfitt en það tókst. George var með þetta plan en núna er ég 76 kíló,“ segir hún. Þegar Cyborg viðurkennir að það var henni erfitt að ná þyngd fyrir síðasta bardaga, hennar fyrsta í UFC, er aðeins hálf sagan sögð. Þar reyndi hún einnig að ná 65 kg fyrir vigtunardag og þurfti að skera svakalega niður á síðustu dögunum. Í heimildarmynd um Cyborg þar sem fylgst var með henni í aðdraganda bardagans mátti sjá hvernig hún kvaldist er hún fékk litla sem enga næringu á leið sinni á vigtina en sjá brot úr því má sjá í stiklu fyrir myndina. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði en Gunnar þarf ávalt bara að missa nokkur kíló fyrir bardaga og hefur nægan tíma til þess. Þeir eru báðir virkilega á móti þessari aðferð. Haraldur deilir frétt vefsins MMA Mania á Facbook sem fjallar um málið og skrifar: „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga.“ Það er ekki bara það, að bardagafólk setur sig í hættu við að skera svona mikið niður heldur þyngist það mikið eftir vigtunina þegar það byrjar aftur að næra sig og fer þá nær sinni raunverulegu þyngd. Þetta finnst Haraldi heldur ekki sniðugt. „Bardagafólk getur slasast alvarlega því mótherjinn er kannski í raun og veru þremur til fjórum þyngdarflokkum fyrir ofan þyngdarflokkinn sem verið er að berjast í,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira