Pepsi-mörkin: Ábyrgð þeirra er mikil Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2016 09:30 Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Ekki var um meiðsli né leikbönn að ræða heldur voru leikmennirnir í agabanni. Gísli spilaði þó seinni hálfleikinn en Damir kom ekkert við sögu. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli sem þýddi að FH varð Íslandsmeistari. Agabann Damirs og Gísla var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Það liggur fyrir að þeir brutu einhverjar agareglur. Ég ætla ekki að taka þessa menn af lífi, menn gera mistök og allt það, en það eru rosalega þungar byrðar á þeirra herðum ef þessi tvö stig, sem liðið hefði getað náð í með þeirra hjálp, munu skilja að,“ sagði Hjörtur Hjartarson og vísaði til baráttunnar um Evrópusæti sem er mjög hörð. „Þetta er mjög alvarlegt mál og erfitt fyrir Arnar að vera í þessari stöðu. Liðið spilaði frábærlega á móti Val, vann 3-0, en svo þarf hann að gera tvær breytingar út af einhverju svona kjaftæði,“ bætti Hjörtur við. Logi Ólafsson tók undir með honum. „Ef það verður niðurstaðan, að liðið nær ekki í Evrópukeppni, þá finnst manni þessir menn bera ansi mikla ábyrgð á því,“ sagði Logi og hélt áfram. „Burtséð frá liðinu sjálfu, ef maður lítur á persónulegan metnað þessara manna sem stefna, eftir því sem maður heyrir, eitthvað annað en að vera hér. Ef þeir ætla að auglýsa sig með þessum hætti geta þeir gleymt slíku.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Athygli vakti að hvorki Damir Muminovic né Gísli Eyjólfsson voru í byrjunarliði Breiðabliks gegn ÍBV í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Ekki var um meiðsli né leikbönn að ræða heldur voru leikmennirnir í agabanni. Gísli spilaði þó seinni hálfleikinn en Damir kom ekkert við sögu. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli sem þýddi að FH varð Íslandsmeistari. Agabann Damirs og Gísla var til umræðu í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. „Það liggur fyrir að þeir brutu einhverjar agareglur. Ég ætla ekki að taka þessa menn af lífi, menn gera mistök og allt það, en það eru rosalega þungar byrðar á þeirra herðum ef þessi tvö stig, sem liðið hefði getað náð í með þeirra hjálp, munu skilja að,“ sagði Hjörtur Hjartarson og vísaði til baráttunnar um Evrópusæti sem er mjög hörð. „Þetta er mjög alvarlegt mál og erfitt fyrir Arnar að vera í þessari stöðu. Liðið spilaði frábærlega á móti Val, vann 3-0, en svo þarf hann að gera tvær breytingar út af einhverju svona kjaftæði,“ bætti Hjörtur við. Logi Ólafsson tók undir með honum. „Ef það verður niðurstaðan, að liðið nær ekki í Evrópukeppni, þá finnst manni þessir menn bera ansi mikla ábyrgð á því,“ sagði Logi og hélt áfram. „Burtséð frá liðinu sjálfu, ef maður lítur á persónulegan metnað þessara manna sem stefna, eftir því sem maður heyrir, eitthvað annað en að vera hér. Ef þeir ætla að auglýsa sig með þessum hætti geta þeir gleymt slíku.“Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira