Innlent

Forsætisráðherra fær 15 mínútur á flokksþingi Framsóknar

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina.
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina. vísir/garðar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fær 15 mínútur í dagskrá flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói á morgun, samkvæmt uppfærðri dagsksrá þingsins. Stuðninsmenn forsætisráðherra höfðu gagnrýnt að einungis væri gert ráð fyrir klukkustundar yfirlitsræðu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins í dagskránni.

Þær breytingar hafa nú verið gerðar í uppfærðri dagskrá á vef Framsóknarflokksins að á eftir ræðu formanns, koma fimm yfirlitsræður ráðherra flokksins og fær hver um sig fimmtán mínútur, jafnt forsætisráðherra sem býður sig fram til formanns, sem og aðrir ráðherrar.

Þessi hluti dagskrár flokksingsins á morgun lítur nú svona út:

Kl. 11.00 Yfirlitsræða formanns

Kl. 12.00 Yfirlitsræður ráðherra:

Kl. 12.00 Forsætisráherra

Kl. 12.15 Utanríkisráðherra

Kl. 12.25 Umhverfis- og auðlindaráðherra

Kl. 12.35 Félags- og húsnæðismálaráðherra

Kl. 12.45 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kl. 12.55 Almennar umræður

Kl. 16.00 Nefndastörf hefjast á Hótel Sögu

Ólíklegt verður að teljast að stuðningsmenn Sigurðar Inga í formannskjöri séu ánægðir með að hann fái einungis 15 mínútur en formaðurinn klukkustund. Forsætisráðherra gæti hins vegar tekið aftur til máls undir liðnum „almennar umræður“ eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum. En þar var heldur ekki gert ráðfyrir að hann hefði sérstakan tíma á dagskránni til að ávarpa miðstjórnarfulltrúa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×