Fótboltinn kvaddur og körfuboltanum heilsað | Allt í opinni dagskrá Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 13:00 Samsett mynd/Vísir Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira
Pepsi-deildum karla og kvenna í fótbolta lýkur nú um helgina en stutt er í að nýtt tímabil hefjist í Domino's-deildum karla og kvenna í körfubolta. Lokaumferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld en það eina sem er ráðið fyrirfram er að ÍA er fallið úr deildinni. Stjarnan stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinum og tryggir hann með sigri á FH á heimavelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þrjú lið eru að berjast um að bjarga sæti sínu í deildinni - Fylkir, Selfoss og KR. Fylkir og Selfoss eigast við klukkan 16.00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 en á sama tíma leikur KR gegn ÍA. Umferðin og mótið allt verður svo gert upp í Pepsi-mörkum kvenna klukkan 20.00 en þátturinn verður sendur út í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi.Körfuboltinn tekur við á Kex Að þeirri útsendingu lokinni tekur Domino's-körfuboltakvöld við í beinni útsendingu frá Kex þar sem Kjartan Atli Kjartansson og spekingar hans hita upp fyrir tímabilið sem hefst í næstu viku. Áætlað er að þátturinn hefjist klukkan 21.00 en verður hann einnig í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á Stöð 2 Sport og Vísi.Risastór laugardagur Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer svo fram á morgun og verður brotið blað í íslensku íþróttasjónvarpi þegar fjórir leikir verða í beinni útsendingu samtímis á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Í þeim leikjum verður hægt að fylgjast með því hvaða tvö lið tryggja sér Evrópusæti og hvaða lið fellur með Þrótti. Aðeins tvö stig skilja að Stjörnuna, Breiðablik, KR og Fjölni en tvö þessara liða munu komast í forkeppni Evrópudeild UEFA næsta sumar. ÍBV (22 stig, -4 í markatölu) gæti tæknilega séð fallið úr deildinni en möguleikarnir á því eru litlir. Langlíklegast er að lífsbaráttan verði á milli Víkings Ó (21 stig, -12 í markatölu) og Fylkis (19 stig, -12 í markatölu).Leikirnir í beinni útsendingu eru: 14.00 KR - Fylkir Stöð 2 Sport 14.00 FH - ÍBV Stöð 2 Sport 3 14.00 Stjarnan - Víkingur Ó Sport 4 14.00 Breiðablik - Fjölnir Sport 5 Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 13.30 þar sem Hörður Magnússon hefur daginn með sérfræðingum sínum.Tvöfaldur lokaþáttur Pepsi-markanna Hörður og hans menn í Pepsi-mörkunum taka svo við í tvöföldum lokaþætti sem hefst klukkan 17.00. Verður þátturinn vitanlega í beinni útsendingu og í ólæstri dagskrá á bæði Stöð 2 Sport og Vísi. Hörður og félagar verða alls þrjá klukkutíma í loftinu þar sem meðal annars besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn koma í heimsókn auk þess sem margskonar verðlaun verða veitt, svo sem lið ársins, bestu stuðningsmennirnir, bjartasta vonin og flottasta markið. Að venju er einnig búið að taka saman margs konar syrpur þar sem farið verður yfir eftirtektarverðustu ummælin, besta klobbana, bestu dýfurnar og mestu vonbrigin.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira