Bjarni talaði mjög fyrir breytingu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. september 2016 08:49 Frá Valhöll þegar niðurstöður prófkjörsins voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti hans í Suðvesturkjördæmi talaði mjög fyrir breytingu á lista flokksins í kjördæminu á fundi kjördæmisráðs í gær. Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir sem skipar annað sætið á lista flokksins en hún segir að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Bryndís lenti í fimmta sæti í prófkjöri flokksins fyrr í mánuðinum en var færð upp í annað sætið á fundi kjördæmisráðs flokksins í gær. Í samtali við Vísi kveðst Bryndís hafa fengið að vita af breytingunni í gær og aðspurð segist hún ekki hafa gert kröfu um það að vera færð ofar á listanum. „Ég var persónulega ánægð með árangur minn í prófkjörinu þar sem ég sóttist eftir fjórða sæti en lenti í því fimmta. En ég er sammála því að það var auðvitað áfall fyrir okkur hvað listinn var einsleitur eins og niðurstaðan var úr prófkjörinu og þetta er þá einhver leið til að bregðast við því.“ Bjarni skipar 1. sæti listans en þrír karlar, þar af tveir þingmenn flokksins, færast niður um eitt sæti á listanum við breytinguna. Þannig skipar Jón Gunnarsson nú þriðja sætið, Óli Björn Kárason er í fjórða sætið og Vilhjálmur Bjarnason í því fimmta. Aðspurð hvernig stemningin hafi verið á fundinum og hvort samstaða hafi verið um þessar breytingar segir Bryndís: „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Það er engum ofsögum sagt að gustað hafi um Sjálfstæðisflokkinn síðustu vikur vegna stöðu kvenna í flokknum. Þannig sögðu nokkrar þungavigtarkonur sig úr Sjálfstæðisflokknum í liðinni viku, þar á meðal formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.En telur Bryndís að þessi breyting nú muni hafa einhver áhrif og jafnvel bæta ásýnd flokksins út á við? „Ég treysti mér ekki til að segja til um það en þetta sýnir þó allavega að flokkurinn er tilbúinn að bregðast við aðstæðunum sem komu upp hjá okkur í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi og mér finnst það að mörgu leyti mjög kjörkuð niðurstaða og virðingarvert af þessum ágætu þingmönnum sem lentu í sætunum fyrir ofan mig að sætta sig við þessa tilfærslu. Þetta sýnir að flokkurinn er einhuga um það að konur eiga að veljast til jafns við karla í stöður innan flokksins.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: Bryndís í annað sætið Breytingin var samþykkt á fundi Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í kvöld. 29. september 2016 22:18
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41