Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Sara McMahon skrifar 30. september 2016 10:00 Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram á mánudag. Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Vísir/Valli Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709. Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709.
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52