Glæsileg viðbygging við veiðihúsið í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2016 11:42 Viðbyggingin sést hér á milli húsana Mynd: ÁB FB Eitt af því sem erlendir veiðimenn lofa í hástert við komuna í veiðihús landsins er hversu glæsileg hús þetta eru. Það er misjanft hversu lengi veiðimenn dvelja í húsunum en algengt er tvær til sex nætur og eftir langa daga við árbakkann skiptir aðstaðan í húsunum verulega miklu máli. Nokkur veiðihús hafa fengið hressilega andlitslyftingu upp á síðkastið og má þar til dæmis nefna veiðihúsin við Víðidalsá, Ytri Rangá og nú er í smíðum nýtt hús við Laxá á Ásum. Veiðihúsin við Eystri Rangá hafa lengi þótt sjarmerandi og aðstaðan, ásamt veiðinni, verið það sem dregur veiðimenn að ánni ár eftir ár. Það hefur þótt vel heppnað að hafa litla þyrpingu húsa saman en fjögur herbergi eru í hversu húsi og það myndast oft skemmtileg stemmning á morgnana þegar menn hittast á leið í morgunmat og veiðisögur og samtöl sem hafa átt sér stað á pöllunum á milli húsa verða oft byrjun að góðri vináttu veiðimanna. Nú hefur verið bætt vði viðbyggingu á milli tveggja húsa sem annars vegar hýstu matsal og setustofuna og það verður að segjast að þetta er líklega með best heppnuðu úrbótum á húsi sem hefur sést lengi. Eins og sést á myndunum er þetta bjart og opið rými með fallegt útsýni yfir ánna með arineld sem gerir þetta af afbragðs setustofu eftir matinn. Í vetur verða svo svefnherbergin tekin í gegn. Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Eitt af því sem erlendir veiðimenn lofa í hástert við komuna í veiðihús landsins er hversu glæsileg hús þetta eru. Það er misjanft hversu lengi veiðimenn dvelja í húsunum en algengt er tvær til sex nætur og eftir langa daga við árbakkann skiptir aðstaðan í húsunum verulega miklu máli. Nokkur veiðihús hafa fengið hressilega andlitslyftingu upp á síðkastið og má þar til dæmis nefna veiðihúsin við Víðidalsá, Ytri Rangá og nú er í smíðum nýtt hús við Laxá á Ásum. Veiðihúsin við Eystri Rangá hafa lengi þótt sjarmerandi og aðstaðan, ásamt veiðinni, verið það sem dregur veiðimenn að ánni ár eftir ár. Það hefur þótt vel heppnað að hafa litla þyrpingu húsa saman en fjögur herbergi eru í hversu húsi og það myndast oft skemmtileg stemmning á morgnana þegar menn hittast á leið í morgunmat og veiðisögur og samtöl sem hafa átt sér stað á pöllunum á milli húsa verða oft byrjun að góðri vináttu veiðimanna. Nú hefur verið bætt vði viðbyggingu á milli tveggja húsa sem annars vegar hýstu matsal og setustofuna og það verður að segjast að þetta er líklega með best heppnuðu úrbótum á húsi sem hefur sést lengi. Eins og sést á myndunum er þetta bjart og opið rými með fallegt útsýni yfir ánna með arineld sem gerir þetta af afbragðs setustofu eftir matinn. Í vetur verða svo svefnherbergin tekin í gegn.
Mest lesið Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Gott skot í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 60 laxar síðustu 12 tímana í Stóru Laxá Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði