Hinir fyrirsjáanlegu Óttar Guðmundsson skrifar 8. október 2016 07:00 Frægasti spámaður á Íslandi á sautjándu öld var Jón Krukkur. Margt af því sem hann sagði fyrir í Krukksspá sinni er enn að koma fram. Þrátt fyrir framfarir og tækniþróun síðustu alda er alltaf eftirspurn eftir mönnum eins og Jóni Krukki, sem vissi lengra en nef hans náði. Fjölmiðlar eru sífellt á höttunum eftir fréttaskýrendum eða álitsgjöfum sem geta rýnt inn í framtíðina. Oftar en ekki eru þessir spekingar mjög fyrirsjáanlegir og velta sér upp úr sjálfsögðum hlutum eins og Krukkur forðum. Danir tala gjarnan um „selvfölgeligheder“ þegar eitthvað sem sagt er liggur svo í augum uppi að flestum finnst óþarfi að fjölyrða um það frekar. Þessa dagana í aðdraganda kosninga eru stjórnmálafræðingar fremstir í hópi þessara fréttaskýrenda og spákarla. Um nýliðna helgi var haldið stormasamt þing Framsóknarflokksins. Stjórnmálafræðingar voru sérlega eftirsóttir í eftirmálum þingsins og létu hafa eftir sér skarplegar staðhæfingar eins og: „Flokksmenn verða að slíðra sverðin svo að sættir megi takast.“ „Hlutverk nýs formanns hlýtur að vera að sameina flokkinn eftir þessi innanflokksátök.“ Þetta eru athyglisverðar „selvfölgeligheder“ sem bera vott um skarpskyggni. Aðspurðir um framtíð hins sigraða formanns, sögðust þeir ekki vita hvað hann myndi gera en hann ætti um tvo kosti að velja, „að vera eða fara“. Einn spáði því að fylgi flokksins myndi annaðhvort aukast eða minnka eftir átökin. Þetta hefði Jón Krukkur ekki getað sagt betur. Nú fer í hönd gósentími spákarla og -kvenna þar sem menn geta velt sér upp úr hinu fyrirsjáanlega og spáð í framtíðina. Miklu skiptir að halda í þjóðlegar hefðir og því ber að fagna að Jón Krukkur skuli aftur kominn á kreik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Frægasti spámaður á Íslandi á sautjándu öld var Jón Krukkur. Margt af því sem hann sagði fyrir í Krukksspá sinni er enn að koma fram. Þrátt fyrir framfarir og tækniþróun síðustu alda er alltaf eftirspurn eftir mönnum eins og Jóni Krukki, sem vissi lengra en nef hans náði. Fjölmiðlar eru sífellt á höttunum eftir fréttaskýrendum eða álitsgjöfum sem geta rýnt inn í framtíðina. Oftar en ekki eru þessir spekingar mjög fyrirsjáanlegir og velta sér upp úr sjálfsögðum hlutum eins og Krukkur forðum. Danir tala gjarnan um „selvfölgeligheder“ þegar eitthvað sem sagt er liggur svo í augum uppi að flestum finnst óþarfi að fjölyrða um það frekar. Þessa dagana í aðdraganda kosninga eru stjórnmálafræðingar fremstir í hópi þessara fréttaskýrenda og spákarla. Um nýliðna helgi var haldið stormasamt þing Framsóknarflokksins. Stjórnmálafræðingar voru sérlega eftirsóttir í eftirmálum þingsins og létu hafa eftir sér skarplegar staðhæfingar eins og: „Flokksmenn verða að slíðra sverðin svo að sættir megi takast.“ „Hlutverk nýs formanns hlýtur að vera að sameina flokkinn eftir þessi innanflokksátök.“ Þetta eru athyglisverðar „selvfölgeligheder“ sem bera vott um skarpskyggni. Aðspurðir um framtíð hins sigraða formanns, sögðust þeir ekki vita hvað hann myndi gera en hann ætti um tvo kosti að velja, „að vera eða fara“. Einn spáði því að fylgi flokksins myndi annaðhvort aukast eða minnka eftir átökin. Þetta hefði Jón Krukkur ekki getað sagt betur. Nú fer í hönd gósentími spákarla og -kvenna þar sem menn geta velt sér upp úr hinu fyrirsjáanlega og spáð í framtíðina. Miklu skiptir að halda í þjóðlegar hefðir og því ber að fagna að Jón Krukkur skuli aftur kominn á kreik.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun