Innlent

Björt framtíð birtir framboðslista í Suðvesturkjördæmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Óttarr Proppé og Karólína Helga Símonardóttir.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Óttarr Proppé og Karólína Helga Símonardóttir. Myndir/Björt framtíð
Björt framtíð hefur fullskipað framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi. Óttarr Proppé, formaður flokksins, leiðir listann. Í tilkynningu frá flokknum segir að Óttarr vilji heiðarlegra samfélag þar sem tækifærin og arður af sameiginlegum gæðum nýtist öllum landsmönnum en ekki bara sumum.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur og formaður bæjarráðs í Kópavogi, skipar annað sæti listans og þá vermir Karólína Helga Símonardóttir, verkefnastjóri og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar, þriðja sætið.

Listi Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi í heild sinni:

1. Óttarr Proppé, alþingismaður

2. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs í Kópavogi

3. Karólína Helga Símonardóttir, verkefnastjóri

4. Halldór J. Jörgensson, framkvæmdastjóri

5. Helga Björg Arnardóttir, tónlistarkennari og tónlistarkona

6. Guðrún Alda Harðardóttir, leikskóla- og háskólakennari

7. Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri

8. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri

9. Agnar H. Johnson, framkvæmdastjóri

10. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur

11. Hlini Melsteð, kerfisstjóri

12. Borghildur Sturludóttir, arkitekt

13. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur

14. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar

15. Andrés Pétursson, ráðgjafi og formaður Evrópusamtakanna

16. Sól Elíasdóttir, nemi

17. Ragnhildur Konráðsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni

18. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður

19. Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi

20. Oddrún Lilja Birgisdóttir, vinnuverndarsérfræðingur

21. Helga Bragadóttir, dósent í hjúkrunarfræði

22. Jón Valdemarsson, kerfisstjóri

23. Erling Jóhannesson, listamaður

24. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi

25. Ólafur Jóhann Proppé, fv. rektor Kennaraháskólans

26. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×