Innlent

Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gengið verður til þingkosninga þann 29. október en Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri kosningaumfjöllun fréttastofu 365.
Gengið verður til þingkosninga þann 29. október en Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri kosningaumfjöllun fréttastofu 365. Vísir/Eyþór
Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. Einn frambjóðandi kemur í spjallið hverju sinni en dregið var um í hvaða röð flokkarnir sem bjóða fram koma í þáttinn.

Kosningaspjallið verður í beinni útsendingu á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis. Á meðan á útsendingu stendur geta lesendur og áhorfendur sent inn spurningar með því að kommenta við beinu útsendinguna á Facebook. Fyrir útsendingu verður einnig boðið upp á að senda spurningar í gegnum tölvupóst.

Fyrsti frambjóðandinn sem mætir í Kosningaspjall Vísis á mánudag er Vésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Lesendur geta sent spurningar til Vésteins fyrir útsendingu á netfangið sunnakristin@365.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×