Hæstiréttur þyngdi dóm Hreiðars Más í markaðsmisnotkunarmálinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2016 15:00 Á meðal ákærðu voru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson sem var forstjóri bankans í Lúxemborg. Vísir/GVA Hæstiréttur þyngdi rétt í þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi. Alls voru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Átta ár eru í dag, upp á dag, síðan bankarnir féllu á Íslandi og Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Ísland í ræðu sem hann flutti í sjónvarpi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og umboðssvikum. Alls var Magnús ákærður í níu liðum en sýknaður í sjö þeirra. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var hann sýknaður og var hluta málsins gegn honum vísað frá dómi. Frávísunin stóð óröskuð í Hæstarétti. Honum var ekki gerð refsing í Hæstarétti. Sömuleiðis sakfelldi Hæstiréttur Björk Þórarinsdóttur, sem sat í lánanefnd bankans, en hún hafði verið sýknuð af ákæru um umboðssvik í héraði. Henni er líkt og Magnúsi ekki gerð refsing í málinu. Á meðal ákærðu voru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Allir hlutu þeir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, ekki gerð frekari refsing umfram þá refsingu sem hann hafði hlotið í Al Thani-málinu. Í Al Thani-málinu hafði Hreiðar Már verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að láta þá fangelsisvist nægja fyrir markaðsmisnotkunarmálið þar sem Hreiðar Már var fundinn sekur. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að Hreiðar skyldi sæta sex mánaða fangelsisvist fyrir markaðsmisnotkunarmálið og bætist hún því við fimm árin og sex mánuðina sem hann hafði verið dæmdur til að afplána vegna Al Thani-málsins. Aðrir dómar úr héraði voru óraskaðir. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessu máli en það ár bættist við þau fjögur sem hann hafði hlotið í Al Thani-málinu. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani málinu. Þá hlaut Bjarki Diego, sem sat í lánanefnd Kaupþings, tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en Einar Pálmi Sigmundsson, var yfir eigin viðskiptum Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Markaðsmisnotkunin í málinu snerist annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo, en umboðssvikin snerust meðal annars um lánveitingar til þessara þriggja félaga svo þau gætu fjármagnað kaupin á hlutabréfunum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15 Segir ekki hægt að sakfella Sigurð út af nánum tengslum hans við Hreiðar Má Gestur Jónsson verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns segir skjólstæðing sinn ekki hafa átt neinn hlut að máli í þeim viðskiptum sem ákært er fyrir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið er flutt fyrir Hæstarétti í dag. 9. september 2016 14:28 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi rétt í þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi. Alls voru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Átta ár eru í dag, upp á dag, síðan bankarnir féllu á Íslandi og Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Ísland í ræðu sem hann flutti í sjónvarpi. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var sakfelldur fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun og umboðssvikum. Alls var Magnús ákærður í níu liðum en sýknaður í sjö þeirra. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var hann sýknaður og var hluta málsins gegn honum vísað frá dómi. Frávísunin stóð óröskuð í Hæstarétti. Honum var ekki gerð refsing í Hæstarétti. Sömuleiðis sakfelldi Hæstiréttur Björk Þórarinsdóttur, sem sat í lánanefnd bankans, en hún hafði verið sýknuð af ákæru um umboðssvik í héraði. Henni er líkt og Magnúsi ekki gerð refsing í málinu. Á meðal ákærðu voru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Allir hlutu þeir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, ekki gerð frekari refsing umfram þá refsingu sem hann hafði hlotið í Al Thani-málinu. Í Al Thani-málinu hafði Hreiðar Már verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi en Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað að láta þá fangelsisvist nægja fyrir markaðsmisnotkunarmálið þar sem Hreiðar Már var fundinn sekur. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að Hreiðar skyldi sæta sex mánaða fangelsisvist fyrir markaðsmisnotkunarmálið og bætist hún því við fimm árin og sex mánuðina sem hann hafði verið dæmdur til að afplána vegna Al Thani-málsins. Aðrir dómar úr héraði voru óraskaðir. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var dæmdur til eins árs fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessu máli en það ár bættist við þau fjögur sem hann hafði hlotið í Al Thani-málinu. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani málinu. Þá hlaut Bjarki Diego, sem sat í lánanefnd Kaupþings, tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en Einar Pálmi Sigmundsson, var yfir eigin viðskiptum Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Markaðsmisnotkunin í málinu snerist annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo, en umboðssvikin snerust meðal annars um lánveitingar til þessara þriggja félaga svo þau gætu fjármagnað kaupin á hlutabréfunum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15 Segir ekki hægt að sakfella Sigurð út af nánum tengslum hans við Hreiðar Má Gestur Jónsson verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns segir skjólstæðing sinn ekki hafa átt neinn hlut að máli í þeim viðskiptum sem ákært er fyrir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið er flutt fyrir Hæstarétti í dag. 9. september 2016 14:28 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verjandi Hreiðars Más segir hann ekki hafa verið í aðstöðu til að fylgjast með viðskiptunum Hörður Felix segir að ekkert hafi gefið til kynna á þeim tíma þegar meint brot áttu sér stað að það væri óheimilt fyrir útgefendur hlutabréfa að stunda viðskipti með þau sömu bréf. 9. september 2016 12:15
Segir ekki hægt að sakfella Sigurð út af nánum tengslum hans við Hreiðar Má Gestur Jónsson verjandi Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns segir skjólstæðing sinn ekki hafa átt neinn hlut að máli í þeim viðskiptum sem ákært er fyrir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið er flutt fyrir Hæstarétti í dag. 9. september 2016 14:28
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent