Draumur að hafa Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 06:30 Draumurinn Doumbia. vísir/eyþór Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira