Kosningavitinn: Ein leið til að finna sinn flokk Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. október 2016 11:00 Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til Alþingis. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is. Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Landssamband æskulýðsfélaga hafa hrint af stað Kosningavitanum. Kosningavitinn er gagnvirk vefkönnun þar sem kjósendur geta athugað hversu sammála þeir eru þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði til alþingis, bæði um einstök málefni og í hugmyndafræði. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsvísindastofnun er kosningavitinn hannaður til að leggja mat á mun á stefnu stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Við val á spurningum var leitast við að nota spurningar sem mæla raunverulegan mun á íslenskum stjórnmálaflokkum. Svör frambjóðenda flokkanna voru notuð til að staðsetja þeirra flokk og voru þau borin saman við svör sérfræðinga. Þegar búið er að svara spurningunum birtast tvenns konar samanburður á afstöðu kjósanda og stjórnmálaflokka, annars vegar prósentutala og hins vegar staðsetning á kosningavitanum. Prósentutalan er samanburður á milli notenda og stjórnmálaflokka á öllum 30 spurningunum. Myndin þar sem afstaða kjósanda og flokka er staðsett á tveimur ásum sem hvor um sig byggir á 10 spurningum sem ætlað er að endurspegla hugmyndafræðilega afstöðu. Prósentutalan byggir því á sértækari spurningum. Myndinni er ætlað að nýtast notendum til að átta sig á hugmyndafræðilegri stöðu sinni í samanburði við stjórnmálaflokka. Ásarnir tveir byggja á fjórum hugtökum; markaðshyggju og félagshyggju annars vegar og þjóðhyggju og alþjóðahyggju hins vegar. „Afstaða í efnahagsmálum er oft kennd við hugtökin hægri og vinstri. Markaðshyggja er er kennd við hægri stefnu og felur í sér vilja til að hafa skatta lága og áherslu á einkarekstur í atvinnulífinu. Félagshyggja er kennd við vinstri stefnu og felur í sér áherslu á að ríkið reki öflugt velferðarkerfi og aukna aðkomu ríkisins að atvinnulífinu,“ segir í leiðbeiningum Félagsvísindastofnunar um Kosningavitann. Þá er einnig útskýrt hvers vegna notast er við alþjóðahyggju og þjóðhyggju. „Staða Íslands í alþjóðakerfinu er mikilvægur þáttur í vali margra á stjórnmálaflokkum. Í Kosningavitanum er kjósendum og raðað á ásinn þjóðhyggja/alþjóðahyggja. Þjóðhyggja felur meðal annars í sér áherslu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og að íslensk menning haldi sérstöðu sinni. Alþjóðahyggja felur í sér mikla þátttöku í alþjóðastofnunum, alþjóðasamvinnu og áherslu á fjölmenningu.“ Kosningavitann og meiri upplýsingar um hann er hægt að nálgast á vefnum www.egkys.is.
Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira