Lög Bobs Dylan í nýju ljósi Magnús Guðmundsson skrifar 4. október 2016 10:15 Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur á Kúnstpásutónleikum Íslensku óperunnar í hádeginu í dag. Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kúnstpásutónleikar Íslensku óperunnar njóta sívaxandi vinsælda. Tónleikarnir eru haldnir í hádeginu á þriðjudögum í Norðurljósasal Hörpu og er aðgangur er ókeypis. Þar gefst því skemmtilegt tækifæri fyrir óperuunnendur sem og þá sem eru að byrja að feta þá braut til að kynna sér formið á stuttum en skemmtilegum tónleikum. Forever Young er yfirskrift annarra hádegistónleika Kúnstpásuraðar á þessu hausti en þar koma fram þær Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Bylgja Dís segir að dagskráin að þessu sinni sé nokkuð óhefðbundin en á efnisskránni verða nokkur fjölbreytt og falleg sönglög eftir bandarísk tónskáld frá 20. og 21. öld, m.a. tvö mögnuð lög eftir John Corigliano við ljóð Bobs Dylan; Chimes of Freedom og Forever Young. Áður en að þeim kemur verða flutt lög eftir nokkra af áhrifavöldum þeirra. Má þar nefna Samuel Barber, Aaron Copland og Kurt Weill. „Þessi tvö lög sem Corigliano samdi við ljóð Dylans eru tiltölulega nýsamin og lögin sem fljóta með eru áhrifavaldar þeirra laga. Corigliano hafði ekki heyrt lög Dylans þegar hann las ljóðin og það er gaman að því hvað þessi ljóð falla vel að tónmáli hans. Útkoman er þannig að maður sér þessi fallegu ljóð í aðeins nýju ljósi og það er alltaf skemmtilegt.“ Bylgja Dís segir að það hafi nú ekki verið planið að tengja saman efnisskrána og friðarþemað sem er í gangi í borginni um þessar mundir en að það sé þó tilvalið að gera það. „Chimes of Freedom er til að mynda þannig lag og texti að það fellur ákaflega vel að þessu þema. Þarna er ríkjandi sú tilfinning að finna til með þeim sem minna mega sín og það er okkur öllum hollt. Þessir tónleikar henta líka alltaf sérstaklega vel þeim sem eru að byrja að kynna sér óperutónlistina. Það er alltaf rosalega vel mætt og skemmtileg stemning á þessum tónleikum og Norðurljósasalurinn rammar þetta fallega inn. Það er hátíðlegt að koma í hádeginu, njóta listarinnar og anda aðeins í dagsins önn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira