Breytt ásýnd Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2016 00:00 Þegar rykið sest að loknu hádramatísku flokksþingi Framsóknarflokksins er eðlilegt að velta fyrir sér möguleikum flokksins með breyttri ásýnd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr formaður flokksins, þykir réttsýnn maður og mannasættir og það fer gott orð af honum þvert á stjórnmálaflokka. Hann er hins vegar að miklu leyti óskrifað blað sem forystumaður í stjórnmálum enda verið stutt í embætti forsætisráðherra og án þess að það hafi reynt mikið á hann. Framsóknarmenn geta þakkað fyrir að einn af ljósgeislunum í myrkrinu í flokknum, Lilja Alfreðsdóttir, hafi áhuga á að starfa á vettvangi hans. Sem varaformaður mun hún án nokkurs vafa tryggja atkvæði á höfuðborgarsvæðinu sem ella myndu falla öðrum stjórnmálaflokkum í skaut. Besti leikur Sigmundar Davíðs í stöðunni núna eftir ósigur í formannskjöri er að styðja Sigurð Inga til góðra verka, setja undir sig hausinn og berjast fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Sigmundur þarf líka að hlúa að sjálfum sér og í ósigrinum geta falist tækifæri. Stórir persónuleikar sem sigla inn í djúpan öldudal eflast við mótlætið og koma tvíefldir til baka. Er Sigmundur slíkur maður? Það er ekki gott að segja. Ósigurinn í formannskjörinu verður ágætur prófsteinn á karakter hans. Óháð persónum og leikendum snúa miklu mikilvægari spurningar að málefnastöðu flokksins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nýja búvörusamninga skuldlaust. Það þarf því ekki að koma á óvart að samningunum sé fagnað í ályktun flokksþings Framsóknar um helgina. „Flokksþingið fagnar nýsamþykktum búvörusamningum. Með þeim er fyrirsjáanleiki tryggður til næstu 10 ára og greinin getur fjárfest í samræmi við þau markmið sem stjórnvöld setja,“ segir þar í drögum. Neytendur sem vilja valfrelsi og fjölbreytni þegar kemur að matarinnkaupum þurfa aðeins velta þessu fyrir sér enda er sú skoðun mjög útbreidd í samfélaginu að nýir búvörusamningar séu vondir. Vilji Framsókn halda þessari stefnu til streitu er samstarf við Viðreisn útilokað að loknum kosningum en Viðreisn gæti reynst límið sem heldur ríkisstjórninni saman. Aðrar ályktanir eru mótsagnakenndar. Framsóknarflokkurinn fagnar uppbyggingu fiskeldis með þeim störfum sem það skapar. Síðan segir: „Fiskeldi getur hins vegar ógnað náttúrulegu lífríki laxfiska og er ljóst að náttúran verður að njóta vafans.“ Hér er ekki gott að glöggva sig á hvað Framsóknarmenn vilja gera. Þá vilja þeir gjaldtöku til að hlúa að ferðamannastöðum en í drögum að ályktunum flokksþings kom hvergi fram hvar þessi gjaldtaka ætti að eiga sér stað. Vilja Framsóknarmenn komugjöld á farseðla, sem er einfaldasta og praktískasta leiðin, eða vilja þeir hlið við náttúruperlurnar? Hvað sem líður vangaveltum um málefnastöðu er ljóst að Framsóknarflokkurinn með breyttri ásýnd er til alls líklegur í kosningunum 29. október. Staða flokksins á miðjunni gerir það að verkum að hann getur sem fyrr myndað stjórn með hverjum sem er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar rykið sest að loknu hádramatísku flokksþingi Framsóknarflokksins er eðlilegt að velta fyrir sér möguleikum flokksins með breyttri ásýnd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr formaður flokksins, þykir réttsýnn maður og mannasættir og það fer gott orð af honum þvert á stjórnmálaflokka. Hann er hins vegar að miklu leyti óskrifað blað sem forystumaður í stjórnmálum enda verið stutt í embætti forsætisráðherra og án þess að það hafi reynt mikið á hann. Framsóknarmenn geta þakkað fyrir að einn af ljósgeislunum í myrkrinu í flokknum, Lilja Alfreðsdóttir, hafi áhuga á að starfa á vettvangi hans. Sem varaformaður mun hún án nokkurs vafa tryggja atkvæði á höfuðborgarsvæðinu sem ella myndu falla öðrum stjórnmálaflokkum í skaut. Besti leikur Sigmundar Davíðs í stöðunni núna eftir ósigur í formannskjöri er að styðja Sigurð Inga til góðra verka, setja undir sig hausinn og berjast fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Sigmundur þarf líka að hlúa að sjálfum sér og í ósigrinum geta falist tækifæri. Stórir persónuleikar sem sigla inn í djúpan öldudal eflast við mótlætið og koma tvíefldir til baka. Er Sigmundur slíkur maður? Það er ekki gott að segja. Ósigurinn í formannskjörinu verður ágætur prófsteinn á karakter hans. Óháð persónum og leikendum snúa miklu mikilvægari spurningar að málefnastöðu flokksins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nýja búvörusamninga skuldlaust. Það þarf því ekki að koma á óvart að samningunum sé fagnað í ályktun flokksþings Framsóknar um helgina. „Flokksþingið fagnar nýsamþykktum búvörusamningum. Með þeim er fyrirsjáanleiki tryggður til næstu 10 ára og greinin getur fjárfest í samræmi við þau markmið sem stjórnvöld setja,“ segir þar í drögum. Neytendur sem vilja valfrelsi og fjölbreytni þegar kemur að matarinnkaupum þurfa aðeins velta þessu fyrir sér enda er sú skoðun mjög útbreidd í samfélaginu að nýir búvörusamningar séu vondir. Vilji Framsókn halda þessari stefnu til streitu er samstarf við Viðreisn útilokað að loknum kosningum en Viðreisn gæti reynst límið sem heldur ríkisstjórninni saman. Aðrar ályktanir eru mótsagnakenndar. Framsóknarflokkurinn fagnar uppbyggingu fiskeldis með þeim störfum sem það skapar. Síðan segir: „Fiskeldi getur hins vegar ógnað náttúrulegu lífríki laxfiska og er ljóst að náttúran verður að njóta vafans.“ Hér er ekki gott að glöggva sig á hvað Framsóknarmenn vilja gera. Þá vilja þeir gjaldtöku til að hlúa að ferðamannastöðum en í drögum að ályktunum flokksþings kom hvergi fram hvar þessi gjaldtaka ætti að eiga sér stað. Vilja Framsóknarmenn komugjöld á farseðla, sem er einfaldasta og praktískasta leiðin, eða vilja þeir hlið við náttúruperlurnar? Hvað sem líður vangaveltum um málefnastöðu er ljóst að Framsóknarflokkurinn með breyttri ásýnd er til alls líklegur í kosningunum 29. október. Staða flokksins á miðjunni gerir það að verkum að hann getur sem fyrr myndað stjórn með hverjum sem er.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun