Þróttarar byrjaðir að huga að næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 16:26 Tonny Mawejje spilaði 13 deildarleiki í sumar. vísir/anton Þróttur, sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar, hefur endurnýjað samninga við tvo lykilmenn, þá Odd Björnsson og Tonny Mawejje. Oddur, sem er 25 ára miðjumaður, sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og lék því ekkert með Þrótti í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008 og hefur síðan þá leikið 123 leiki fyrir Þrótt og skorað 18 mörk. Tonny er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað hér á landi undanfarin ár, fyrst með ÍBV, svo Val og loks með Þrótti. Tonny hefur leikið 130 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk. Þá á hann yfir sextíu leiki að baki fyrir landslið Úganda. „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje,“ er haft eftir Gregg Ryder, þjálfara Þróttar, á heimasíðu félagsins. „Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum.“ Þróttur endaði í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár en tímabilið kláraðist á laugardaginn. Dr. Oddur og Tonny Mawejje semja við Þrótt „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje. Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. „Tony skaraði fram úr á síðari hluta tímabilsins og var meðal bestu leikmanna. Hann mun nú koma fyrr til okkar en vanalega og mætir til Íslands strax og sól hækkar á lofti í febrúar. Oddur er félaginu einnig gríðarlega mikilvægur, innan sem utan vallar. Hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og spilaði því ekkert með Þrótti í sumar og var þar skarð fyrir skildi, enda Oddur árum saman verið fastamaður í byrjunarliði,“ bætir Gregg við. DR. ODDUR Í STÓRUM DRÁTTUM Miðjumaðurinn Oddur Björnsson lærir nú til læknis og er því jafnan kallaður „Dr. Oddur“ innan félagsins. Hann er 25 ára gamall og hefur alla sína tíð spilað með Þrótti. Hann á að baki 123 leiki og 18 mörk fyrir félagið. Oddur spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2008 þegar hann kom 17 ára gamall inn á í lokaleik mótsins gegn Grindavík. Sá sem vék fyrir Oddi á 87. mínútu var markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson. TONY MAWEJJE Í HNOTSKURN Miðjuspilarinn Tony Mawejje er 28 ára gamall Úgandamaður, sem hefur spilað hér á landi undanfarin sjö ár. Fyrst með ÍBV í fjögur ár, svo eitt tímabil hjá Val og hjá Þrótti síðan 2015. Tony á að baki 152 leiki og 12 mörk, ásamt því að hafa spilað 65 landsleiki fyrir Úganda og skorað 8 mörk í þeim. #lifi #hjartaðíreykjavik #kottarar #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Oct 3, 2016 at 9:10am PDT Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þróttur, sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar, hefur endurnýjað samninga við tvo lykilmenn, þá Odd Björnsson og Tonny Mawejje. Oddur, sem er 25 ára miðjumaður, sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og lék því ekkert með Þrótti í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008 og hefur síðan þá leikið 123 leiki fyrir Þrótt og skorað 18 mörk. Tonny er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað hér á landi undanfarin ár, fyrst með ÍBV, svo Val og loks með Þrótti. Tonny hefur leikið 130 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk. Þá á hann yfir sextíu leiki að baki fyrir landslið Úganda. „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje,“ er haft eftir Gregg Ryder, þjálfara Þróttar, á heimasíðu félagsins. „Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum.“ Þróttur endaði í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár en tímabilið kláraðist á laugardaginn. Dr. Oddur og Tonny Mawejje semja við Þrótt „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje. Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. „Tony skaraði fram úr á síðari hluta tímabilsins og var meðal bestu leikmanna. Hann mun nú koma fyrr til okkar en vanalega og mætir til Íslands strax og sól hækkar á lofti í febrúar. Oddur er félaginu einnig gríðarlega mikilvægur, innan sem utan vallar. Hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og spilaði því ekkert með Þrótti í sumar og var þar skarð fyrir skildi, enda Oddur árum saman verið fastamaður í byrjunarliði,“ bætir Gregg við. DR. ODDUR Í STÓRUM DRÁTTUM Miðjumaðurinn Oddur Björnsson lærir nú til læknis og er því jafnan kallaður „Dr. Oddur“ innan félagsins. Hann er 25 ára gamall og hefur alla sína tíð spilað með Þrótti. Hann á að baki 123 leiki og 18 mörk fyrir félagið. Oddur spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2008 þegar hann kom 17 ára gamall inn á í lokaleik mótsins gegn Grindavík. Sá sem vék fyrir Oddi á 87. mínútu var markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson. TONY MAWEJJE Í HNOTSKURN Miðjuspilarinn Tony Mawejje er 28 ára gamall Úgandamaður, sem hefur spilað hér á landi undanfarin sjö ár. Fyrst með ÍBV í fjögur ár, svo eitt tímabil hjá Val og hjá Þrótti síðan 2015. Tony á að baki 152 leiki og 12 mörk, ásamt því að hafa spilað 65 landsleiki fyrir Úganda og skorað 8 mörk í þeim. #lifi #hjartaðíreykjavik #kottarar #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Oct 3, 2016 at 9:10am PDT
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15