Ekki gallalaus Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. október 2016 00:00 Þegar þetta er skrifað á sunnudagsmorgni er ekki vitað um úrslit í formannskjöri í Framsóknarflokknum en af fregnum að dæma mun það tvísýnt. Við höfum hins vegar fylgst nokkuð langleit með framferði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, í aðdragandanum og á sjálfu þinginu – honum tókst að ganga þar enn fram af flestu fólki með gerræðislegum tilburðum sínum, og erum við þó ýmsu vön.Eitthvað klikkað Fyrir þingið stóð hann í þjarki við framkvæmdastjórn flokksins lengi kvölds, gamla vini og nána samstarfsmenn – og endaði með hurðarskellum – um það hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, meðframbjóðandi til formannsembættis, fengi að tala á flokksþinginu meira en aðeins til málamynda. Sigmundur Davíð sagðist sjálfur ætla að ákveða þetta – því hann ætti boltann – og rauk á dyr og var salómonsúrskurður hans sá að réttlátt væri að Sigurður Ingi fengi korter en hann sjálfur klukkutíma. Stórmannlegt. Og áfram héldu sniðugheitin. Á meðan Sigurður Ingi talaði urðu þau „mistök“ að klippt var á vefútsendingu frá þinginu. Í viðtali við RÚV hefur hinn trúfasti Jóhannes Þór, aðstoðarmaður og útskýrari Sigmundar Davíðs, skýringar á reiðum höndum – eða þannig: „Það stóð til að allar ræðurnar yrðu sýndar. Það hefur eitthvað klikkað annaðhvort í tækni eða á öðrum stað. Það hljóta að hafa verið vitlaus skilaboð til tæknimanna,“ segir Jóhannes Þór.“ Það hefur eitthvað klikkað. Og tæknimönnunum kennt um: en skilaboðin skýr um það hver ráði, hver sé sterki maðurinn, í hvaða fylkingu rétt sé að koma sér ef ekki eigi illa að fara fyrir manni. Sjálfur hélt formaðurinn langa ræðu þar sem hann þakkaði sér allt sem lánast hefur hér á landi frá Hruni en kenndi öðrum um hitt sem miður hefur farið, og ættu lesendur að vera farnir að þekkja það þéttriðna net svikráða og samsæra ólíkustu afla sem hann lætur jafnan í veðri vaka að hann eigi í höggi við. Málgagn Sigmundar á netinu, Eyjan, greindi okkur frá því að ræðan hefði vakið „gríðarleg fagnaðarlæti“ og vitnar til þess að Sigmundur hafi sagt: „Við semjum út frá stöðu styrkleika,“ – sem skýrir þá væntanlega hvers vegna hann knúði í gegn hina frámunalegu mismunun milli þeirra Sigurðar Inga á flokksþinginu: Hann hafði embættið, hann hafði styrkinn, hann réð, hann ætlaði að hafa þetta svona. Sterki maðurinn.Hver er sterkur? Viljum við sterka manninn? Viljum við fólk í valdastöður sem kennir „tæknimönnum“ og „mistökum“ þeirra um afleiðingarnar af eigin ofríki? Er slíkt athæfi til vitnis um raunverulegan styrk? Viljum við ráðamenn sem segja ekki satt? Viljum við ráðamann, sem reynir að láta aflsmun ráða við úrlausn mála, leitar ævinlega uppi átakapunktinn í hverju máli og magnar hann upp, skapar flokkadrætti hvar sem því verður við komið? Eða viljum við frekar fólk sem reynir að semja um hluti, byggja brýr, opna vegi, skapa samræður? Sigurður Ingi hefur reynst vera slíkur stjórnmálamaður. Vissulega Framsóknarmaður – raunverulegur Framsóknarmaður eins og við höfum lengi þekkt – þéttur á velli og þéttur í lund, varðstöðumaður um kerfið en líka maður sem við mundum geta hitt í fermingarveislu og spjallað við; eins og mamma sagði stundum: geðugur maður. Er slíkur maður, sem hlustar á aðra, semur, stendur við orð sín, reynir að segja satt – kannski frekar sterkur einstaklingur en hinn sem í sífellu reynir að hagræða hlutum þannig að hann sjálfur komi sem best út? Aðeins tvisvar hefur Sigurði Inga orðið illa á í messunni og í bæði skiptin var hann að ganga erinda Sigmundar Davíðs. Í fyrra sinnið þegar hann lét flytja Fiskistofu til Akureyrar, í kjördæmi SDG, og í seinna skiptið þegar honum varð það á í vandræðum sínum að verja vonlausan málstað, að segja að það gæti verið flókið fyrir fólk á Íslandi að eiga peninga – og var þá að reyna að bera í bætifláka fyrir aflandseignir SDG. Sigmundur Davíð kom sem sé víða við í klukkustundarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna og tilgreindi margt sem hann taldi sig hafa gert vel en aðrir illa, auk þess sem hann sveikst ekki um að minna á öll svikráðin sem menn sitja á allt í kringum hann. „Ég er ekki gallalaus,“ sagði hann líka í ræðunni. Það hljómar eins og hógværðartal þangað til maður gefur því dálítinn gaum. Hvers konar maður telur sig þurfa að taka það sérstaklega fram að hann sé ekki gallalaus? Hafi hann verið kosinn í gær bíður Framsóknarflokksins eyðimerkurganga út í æ skringilegri baráttumál. Hafi hins vegar Sigurður Ingi verið kosinn hefur flokkurinn eignast forystumann til næstu áratuga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar þetta er skrifað á sunnudagsmorgni er ekki vitað um úrslit í formannskjöri í Framsóknarflokknum en af fregnum að dæma mun það tvísýnt. Við höfum hins vegar fylgst nokkuð langleit með framferði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, í aðdragandanum og á sjálfu þinginu – honum tókst að ganga þar enn fram af flestu fólki með gerræðislegum tilburðum sínum, og erum við þó ýmsu vön.Eitthvað klikkað Fyrir þingið stóð hann í þjarki við framkvæmdastjórn flokksins lengi kvölds, gamla vini og nána samstarfsmenn – og endaði með hurðarskellum – um það hvort Sigurður Ingi Jóhannsson, meðframbjóðandi til formannsembættis, fengi að tala á flokksþinginu meira en aðeins til málamynda. Sigmundur Davíð sagðist sjálfur ætla að ákveða þetta – því hann ætti boltann – og rauk á dyr og var salómonsúrskurður hans sá að réttlátt væri að Sigurður Ingi fengi korter en hann sjálfur klukkutíma. Stórmannlegt. Og áfram héldu sniðugheitin. Á meðan Sigurður Ingi talaði urðu þau „mistök“ að klippt var á vefútsendingu frá þinginu. Í viðtali við RÚV hefur hinn trúfasti Jóhannes Þór, aðstoðarmaður og útskýrari Sigmundar Davíðs, skýringar á reiðum höndum – eða þannig: „Það stóð til að allar ræðurnar yrðu sýndar. Það hefur eitthvað klikkað annaðhvort í tækni eða á öðrum stað. Það hljóta að hafa verið vitlaus skilaboð til tæknimanna,“ segir Jóhannes Þór.“ Það hefur eitthvað klikkað. Og tæknimönnunum kennt um: en skilaboðin skýr um það hver ráði, hver sé sterki maðurinn, í hvaða fylkingu rétt sé að koma sér ef ekki eigi illa að fara fyrir manni. Sjálfur hélt formaðurinn langa ræðu þar sem hann þakkaði sér allt sem lánast hefur hér á landi frá Hruni en kenndi öðrum um hitt sem miður hefur farið, og ættu lesendur að vera farnir að þekkja það þéttriðna net svikráða og samsæra ólíkustu afla sem hann lætur jafnan í veðri vaka að hann eigi í höggi við. Málgagn Sigmundar á netinu, Eyjan, greindi okkur frá því að ræðan hefði vakið „gríðarleg fagnaðarlæti“ og vitnar til þess að Sigmundur hafi sagt: „Við semjum út frá stöðu styrkleika,“ – sem skýrir þá væntanlega hvers vegna hann knúði í gegn hina frámunalegu mismunun milli þeirra Sigurðar Inga á flokksþinginu: Hann hafði embættið, hann hafði styrkinn, hann réð, hann ætlaði að hafa þetta svona. Sterki maðurinn.Hver er sterkur? Viljum við sterka manninn? Viljum við fólk í valdastöður sem kennir „tæknimönnum“ og „mistökum“ þeirra um afleiðingarnar af eigin ofríki? Er slíkt athæfi til vitnis um raunverulegan styrk? Viljum við ráðamenn sem segja ekki satt? Viljum við ráðamann, sem reynir að láta aflsmun ráða við úrlausn mála, leitar ævinlega uppi átakapunktinn í hverju máli og magnar hann upp, skapar flokkadrætti hvar sem því verður við komið? Eða viljum við frekar fólk sem reynir að semja um hluti, byggja brýr, opna vegi, skapa samræður? Sigurður Ingi hefur reynst vera slíkur stjórnmálamaður. Vissulega Framsóknarmaður – raunverulegur Framsóknarmaður eins og við höfum lengi þekkt – þéttur á velli og þéttur í lund, varðstöðumaður um kerfið en líka maður sem við mundum geta hitt í fermingarveislu og spjallað við; eins og mamma sagði stundum: geðugur maður. Er slíkur maður, sem hlustar á aðra, semur, stendur við orð sín, reynir að segja satt – kannski frekar sterkur einstaklingur en hinn sem í sífellu reynir að hagræða hlutum þannig að hann sjálfur komi sem best út? Aðeins tvisvar hefur Sigurði Inga orðið illa á í messunni og í bæði skiptin var hann að ganga erinda Sigmundar Davíðs. Í fyrra sinnið þegar hann lét flytja Fiskistofu til Akureyrar, í kjördæmi SDG, og í seinna skiptið þegar honum varð það á í vandræðum sínum að verja vonlausan málstað, að segja að það gæti verið flókið fyrir fólk á Íslandi að eiga peninga – og var þá að reyna að bera í bætifláka fyrir aflandseignir SDG. Sigmundur Davíð kom sem sé víða við í klukkustundarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarmanna og tilgreindi margt sem hann taldi sig hafa gert vel en aðrir illa, auk þess sem hann sveikst ekki um að minna á öll svikráðin sem menn sitja á allt í kringum hann. „Ég er ekki gallalaus,“ sagði hann líka í ræðunni. Það hljómar eins og hógværðartal þangað til maður gefur því dálítinn gaum. Hvers konar maður telur sig þurfa að taka það sérstaklega fram að hann sé ekki gallalaus? Hafi hann verið kosinn í gær bíður Framsóknarflokksins eyðimerkurganga út í æ skringilegri baráttumál. Hafi hins vegar Sigurður Ingi verið kosinn hefur flokkurinn eignast forystumann til næstu áratuga.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun