Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 19:23 Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Anna Sigurlaug og Gunnar Bragi á flokksþingi Framsóknar í fyrra áður en vík varð milli vina í forystu flokksins. vísir/ernir „Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26