Innlent

Gunnar Bragi dró framboð sitt til ritara til baka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Vísir/Stefán
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra dró framboð sitt til ritara Framsóknarflokksins til baka í dag. Hann hefur verið eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag.

Jón Björn Hákonarson hafði einnig lýst yfir framboði til ritara flokksins en í raun eru allir í kjöri á flokksþingi til forystu í Framsókn.

Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra er fráfarandi ritari Framsóknarflokksins en hún dró framboð sitt til varaformanns til baka í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir var svo kjörin varaformaður flokksins.

Þegar Vísir náði tali af Gunnari Braga nú rétt í þessu mátti hann ekki vera að því að tala við blaðamann en kvaðst ætla að tjá sig síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×