Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 13:30 Frá flokksþinginu í dag. vísir/ernir Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. Það var nefnilega aðeins sýnt beint frá ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en þegar hann hafði lokið máli sínu lauk útsendingunni líka. Á eftir Sigmundi Davíð kom forsætisráðherra og varaformaður flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, í pontu en þá hafði verið lokað fyrir beinu útsendinguna. Í pósti til fjölmiðla sem Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs kom fram að streymt yrði frá ræðu formannsins og ráðherra Framsóknarflokksins. Mikil spenna er innan Framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs á morgun en þar eru þeir tveir í framboði, Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi. Nokkur styr stóð um dagskrá flokksþingsins í vikunni en í drögum þess var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Dagskránni var síðan breytt í gær og þar settar inn ræður ráðherra flokksins, þar með talin ræða Sigurðar Inga. Í ræðu sinni í dag skaut Sigurður Ingi nokkuð fast á Sigmund Davíð þó að hann nefndi formanninn aldrei á nafn. Hann sagði það til dæmis ekki í anda Framsóknarflokksins að formaðurinn ákvæði það einhliða að forsætisráðherra fengi aðeins 15 mínútur til að fara yfir störf ríkisstjórnarinnar síðustu sex mánuði.Vísir streymdi frá fundinum hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56