Katrín: „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2016 13:02 Katrín Jakobsdóttir á landsfundi VG í október á síðasta ári. Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar. Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar.
Kosningar 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira