Innlent

Bein útsending: Flokksþing Framsóknar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpa báðir flokksþingið í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpa báðir flokksþingið í dag. vísir/garðar
Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. Í dag mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins flytja yfirlitsræðu og á eftir honum munu aðrir ráðherrar Framsóknar flytja ræður, þar með talinn forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sem býður sig fram til fromanns gegn Sigmundi.

Ekki var gert ráð fyrir því að ráðherrar flokksins myndu tala á flokksþinginu í drögum að dagskrá þess og var það aðallega gagnrýnt innan Framsóknar að ræða forsætisráðherra væri ekki á dagskránni. Dagskráin var síðan uppfærð í gær á þann hátt að allir ráðherrar munu tala og fær Sigurður Ingi 15 mínútur beint á eftir Sigmundi Davíð.

Samkvæmt dagskrá hefst ræða Sigmundar Davíðs klukkan 11 en Framsóknarflokkurinn streymir beint frá fundinum á netinu og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að neðan. Hér má svo nálgast dagskrá þingsins



Uppfært:
Útsendingu Framsóknarflokksins frá flokksþinginu lauk eftir ræðu formannsins en sjá má hana í heild sinni í spilaranum hér að neðan. 

?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×