Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa unnið þétt saman síðustu ár í fremstu víglínu Framsóknarflokksins. Nú hinsvegar eru samskipti þeirra botnfrosin og hafa verið um nokkurt skeið. Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira
Margir flokksbundnir Framsóknarmenn kvíða fyrir flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag í Háskólabíói. Á því mun ráðast hver verður næsti formaður flokksins næstu tvö árin að minnsta kosti. Tvær fylkingar takast á og virðast ekki geta unnið saman. Margir óttast að flokkurinn mæti sundurtættur til leiks í kosningabaráttuna að loknu flokksþingi hvernig sem fer. Aðeins fjórar vikur eru til kosninga og því stuttur tími til að sleikja sárin eftir hörð átök. Formaðurinn reyndi þó að slá á létta strengi og sagði flokksmenn hlakka til þingsins eins og um ættarmót væri að ræða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.Hitafundur var haldinn í framkvæmdastjórn flokksins í gær. Þar vildu menn ræða dagskrá flokksþingsins en í drögum að dagskrá var ekki gert ráð fyrir ræðu forsætisráðherra. Formaður framkvæmdastjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, vildi hins vegar ekki ræða dagskrá þingsins og samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmdastjórn gert grein fyrir því að dagskrá flokksþings væri í höndum formanns og framkvæmdastjóra flokksins. Gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum sleit formaður fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna var ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni er gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi ræðu á þinginu. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra þjóðarinnar, fær því að halda fimmtán mínútna ræðu á fundinum, eftir tillögu formanns flokksins.Sigurður Ingi tók við forsæti nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar afsagnar Sigmundar Davíðs.Tvær, svo til jafnstórar, blokkir bítast um völdin í Framsóknarflokknum þessa dagana, önnur leidd af formanni flokksins en hin af forsætisráðherra. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs hafa gengið hart fram síðustu daga og sakað andstæðinga hans innan flokksins um launráð í garð Sigmundar og að hanna leikrit sem eigi að sýna einræðistilburði hans í stjórn flokksins. Í samtölum við Framsóknarmenn síðustu daga kemur fram sú skoðun að óánægja með Sigmund Davíð eigi ekki uppruna sinn í Wintris-málinu svokallaða, þegar upp komst um eignir hans í alræmdu skattaskjóli og ósannsögli hans í kjölfarið. Margir vilja meina að stífni hans í garð annarra í stjórnum flokksins hafi gert það að verkum að hann hafi orðið óvinsælli með tímanum meðal flokksmanna í fremstu víglínu. Hafi það síðan komið í ljós á þriðjudeginum í Wintris-vikunni svokölluðu að hann taldi sig til að mynda ekki þurfa að ræða við þingflokkinn þegar hann ákvað að leggja leið sína á Bessastaði með þann tilgang að slíta ríkisstjórn og boða til kosninga. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu Sjá meira