Bjarni vildi breytingar á lista á elleftu stundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2016 07:00 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kom saman í Valhöll í fyrradag þar sem endanleg ákvörðun um framboðslista var tekin. vísir/eyþór Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira