Sammála um að bæta þurfi samgöngur í Suðurkjördæmi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. október 2016 23:30 Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar. Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Oddvitar Suðurkjördæmis ræddu um málefni kjördæmisins í kosningaumfjöllun Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Oddvitarnir koma úr þeim sjö flokkum sem mælast með fimm prósenta fylgi eða hærra. Oddvitarnir sem mættu í sjónvarpssal voru Páll Magnússon (D), Oddný G. Harðardóttir (S), Ari Trausti Guðmundsson (V), Jóna Sólveig Elínardóttir (C), Smári McCarthy (P), Páll Valur Björnsson (A) og Sigurður Ingi Jóhannsson (F). Fjölgun ferðafólks kallar á betri samgöngurOddvitar flokkanna voru sammála um að samgöngum í Suðurkjördæmi væri ábótavant. Tvöföldun Reykjanesbrautar væri löngu tímabær að þeirra mati sem og útrýming einbreiðra brúa. Tíð banaslys voru þeim ofarlega í huga. „Innviðabrestur er á samgöngum á þessu svæði en hann hefur komið hvað skýrast í ljós eftir að ferðamönnum fjölgaði,“sagði Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tvöföldun vega og brúa eru þó ekki einu úrbæturnar sem þörf er á. „Við þurfum að horfa á tvöföldun vega en einnig annað, til dæmis að setja útsýnisútskot á vegum,“ sagði Jóna Sólveig Elínardóttir, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Hún bætti einnig við að æskilegt væri að breikka þjóðvegi, til dæmis vegna aukins fjölda hjólreiðamanna á vegum úti. Að mati Smára McCarthy, oddvita Pírata í Suðurkjördæmi, er einnig nauðsynlegt að efla almenningssamgöngur á Suðurlandi enda fjöldi fólks sem ferðast til Reykjavíkur dag hvern til þess að sækja vinnu eða skóla.Heilsugæsla vanrækt á kostnað spítala Oddvitar flokkanna voru sammála um að grípa þyrfti til aðgerða til þess að bæta heilbrigðismál í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, minntist á aukinn ferðamannastraum um kjördæmið en hún telur að hann hafi í för með sér aukið álag á heilbrigðisstofnanir þess. Páll Magnússon tók í sama streng. Ljóst var af umræðum oddvitanna að ný ríkisstjórn verði að treysta stoðir heilsugæslu á landinu og að málefni Landspítalans megi ekki skyggja á heilbrigðismál á öllu landinu. Stjórnarandstöðuflokkar ræddu um aðgerðaleysi af hálfu stjórnvalda í heilbrigðismálum og töldu að ágreiningsmál um útfærslu tefðu framkvæmdir. „Ég held að það sé lykilatriði fyrir íslenska þjóð að fara að girða sig í brók og velta því fyrir sér hvernig við ætlum að hafa heilbrigðiskerfið,“ sagði Páll Valur Björnsson oddviti Bjartrar Framtíðar.
Kosningar 2016 X16 Suður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira