Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:35 Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar. vísir/gva Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. Þorsteinn ræddi stefnumál Viðreisnar og stöðuna í pólitíkinni í Reykjavík síðdegis í dag. „Við höfum sagt að inn í þetta stjórnarsamstarf [Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks] færum við ekki. Við höfum engan áhuga á því að vera þriðja hjólið undir vagni þessarar ríkisstjórnar. Við teljum raunar mjög eðlilegt miðað við þá gerjun sem hefur verið á pólitíska sviðinu að undanförnu að kannski komi stjórnarmyndunin frá miðjunni í þetta skiptið,“ segir Þorsteinn. Hann segir Viðreisn því ekki útiloka samstarf, hvorki til hægri né vinstri. Flokkurinn telji eðlilegt að flokkarnir á miðjunni reyni fyrst að ná saman og líti svo annað hvort lengra til hægri eða vinstri ef til tekst. Þorsteinn ræddi í þættinum orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í Harmageddon í morgun þar sem hann útilokaði þann möguleika að Viðreisn myndi stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki að loknum kosningum. Þorsteinn sagði í viðtalinu að það væri ekkert launungamál að Viðreisn eigi margt sameiginlegt með Bjartri framtíð. „Báðir þessir flokkar skilgreina sig sem frjálslyndir flokkar. Við erum með mjög víðtækar hugmyndir um miklar kerfisbreytingar, varðandi hvernig við náum vaxtastiginu niður og höfum gengið stöðugra en það hefur verið, hvernig við leysum þennan ágreining varðandi sjávarútveginn og hvernig náum við að færa landbúnaðinn meira til nútíma og láta bæði bændur og neytendur njóta góðs af þeim styrkjum sem þangað eru að renna.“ Hann segir alveg ljóst að það sé töluverður munur á Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum. „Þegar við horfum á þær áherslur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar saman eins og þær hafa birst í þessari ríkisstjórn þá eiga þær enga samleið með okkar áherslum.“ Í færslu á Facebook-vegg sínum segir Þorsteinn svo að það væri „ekki klókt af miðjuflokki líkt og Viðreisn að útiloka fyrirfram samstarf, hvort heldur sem er til hægri eða vinstri. Það er samt gaman að sjá hvað allir flokkir vilja vinna með Viðreisn,“ segir Þorsteinn. Hlusta má á viðtalið við Þorstein í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira