Sjómenn vilja ekki borga nýju skipin fyrir útgerðir í landinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. vísir/ernir Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sjómenn samþykktu í gær að boða til verkfalls sem að öllu óbreyttu hefst 10. nóvember. Níutíu prósent félagsmanna samþykktu aðgerðirnar en þar á meðal er félag Vélstjórnarmanna. Samningar náðust milli aðila fyrr á árinu en þeir voru felldir í atkvæðagreiðslu sjómanna. Síðan hafa verkföll verið í undirbúningi. Meðal ágreiningsefna í viðræðum sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, er þátttaka sjómanna í greiðslu veiðigjalda og hvort afnema skuli nýsmíðaálagið. Sjómenn telja sig eiga heimtu á útgerðina. Þegar nýtt skip kemur til landsins renna tíu prósent af launum skipverja, næstu sjö árin, í kostnað sem hlýst af smíðinni. „Það var samið um þetta árið 2004 en þá var ástandið í greininni annað. Meðan útgerðin býr við myljandi hagnað þá finnst okkur ekki rétt að við greiðum með skipunum,“ segir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins. „Útgerðin hefur ekki viljað semja undanfarin ár vegna of mikillar óvissu um hag greinarinnar,“ segir Valmundur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá árinu 2011 en verkfallsaðgerðir hafa verið í undirbúningi síðastliðna mánuði. Ljóst er að verkfall mun hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir landvinnslu og greinar tengdar sjávarútvegi. „Við bindum vonir við að sættir náist áður en til verkfallsins kemur,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að verkfallið sé neyðarúrræði og komi til með að valda samningsaðilum og samfélaginu öllu tjóni. Þá er þar bent á að nokkur fjöldi sjómanna hafi ákveðið að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Síðasta sjómannaverkfall var árið 2001 en því lauk með lagasetningu og gerðardómi í kjölfar hennar. „Sá gerðardómur er enn að bíta okkur í hælana og var okkur til ama,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40 Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00 Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26 „Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Sjómenn samþykkja verkfallsaðgerðir Sjómenn fara í verkfall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja. 17. október 2016 17:40
Dræm þátttaka í verkfallskosningu sjómanna Aðeins rúmlega fjórir af hverjum tíu félögum innan Sjómannasambands Íslands höfðu kosið í gær í atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall sjómanna. 13. október 2016 07:00
Verkfall sjómanna: Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja niðurstöðuna vonbrigði Sjómenn samþykktu verkfallsboðun fyrr í dag. 17. október 2016 18:26
„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. 11. ágúst 2016 13:02