Ólafur stefnir íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. október 2016 18:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira