Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 13:32 Birgitta með formönnum þeirra flokka sem boðaðir hafa verið til viðræðna við Pírata. vísir/eyþór Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28