Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. október 2016 11:45 Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19