Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. október 2016 11:45 Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar." Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka áður en gengið verður til kosninga 29. október.Píratar komu með óvænt útspil fyrr í dag þegar þeir kynntu áætlanir sínar um að hefja viðræður við Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Birgitta Jónsdóttir, einn umboðsmanna Pírata vegna stjórnarmyndunarviðræðna, var í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni sem hlusta má á hér fyrir ofan. Hún var þar spurð hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokki væri ekki boðið til viðræðna. Sagði Birgitta að það væri ótækt, í ljósi þess að eitt af þeim fimm meginatriðum sem Píratar stefni að eftir kosningar sé að tækla spillingu í samfélaginu. „Þar sem við erum að ganga til kosninga vegna spillingu væri furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál í gegnum tíðina. Það eru hvorki meira né minna en fimm ráðherrar á þessu kjörtímabili sem hafa lent í vandræðum vegna spillingarmála,“ segir Birgitta. Birgitta segir þó að vilji forsvarsmenn stjórnarflokkanna vera með í viðræðunum sé sjálfsagt að ræða það við þá en áherslumál Pírata verði í forgrunni. Um ástæður þess að ákveðið var að fara þessa leið, að kanna stjórnarsamstarf áður en gengið verður til kosninga, sem hingað til hefur ekki tíðkast hér á landi, sagði Birgitta að Píratar vildu að almenningur hefði hugmynd að hverju hann gengi fyrir kosningar. „Öllu er lofað fyrir kosningar en svo eftir kosningarnar eru gerðar svo miklar málamiðlanir að þeir sem kusu annan flokkinn upplifa sig svikna. Við viljum fyrirbyggja slíkt," segir Birgitta. „Við viljum að almenningur viti hverju hann er að ganga að eftir kosningar."
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19