Innlent

Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út á föstudag.
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út á föstudag. Vísir/Stefán
Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. Formaður flokksins segir þessa meðmælalista hafa getað gert það að verkum að flokkurinn gæti boðið sig fram í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi.

Líkt og greint var frá fyrir helgi tókst Þjóðfylkingunni ekki að skila inn listum í Reykjavíkurkjördæmunum. Á Facebook-síðu flokksins staðfestir Helgi Helgason, formaður flokksins, að flokkurinn muni bjóða fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi en ekki tókst að safna tilskyldum fjölda undirskrifta til stuðnings framboðinu í Norðausturkjördæmi.

Oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi drógu framboð sitt til baka og sögðust þeir ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga Helgasonar.

Helgi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að gögnum sem voru í eigu flokksins hafi ekki verið skilað til hans af því fólki sem gekk út.

Hyggst flokkurinn einnig senda inn kæru til Landskjörstjórnar vegna málsins.


Tengdar fréttir

Sakar Gústaf um stuld á gögnum

Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×