Sakar Gústaf um stuld á gögnum Jón Hákon Halldórsson og Snærós Sindradóttir skrifa 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segist ekki skilja um hvað ágreiningur hans við oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum snýst. Oddvitarnir tveir, þeir Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, tilkynntu í fyrradag að þeir væru hættir við framboð. Um leið varð ljóst að flokknum gæfist ekki svigrúm til þess að bjóða fram í kjördæmunum, því framboðsfrestur rann út í gær. „Það er kannski alveg ljóst. Ég held að þetta sé nú aðallega ágreiningur um það að fara eftir réttum boðleiðum innan flokksins og þarna voru aðilar sem töldu að þeir gætu farið sínu fram án þess að tala við kóng eða prest eða stjórn eða neinn annan,“ segir Helgi Helgason við Fréttablaðið. Gústaf hefur sagt að Helgi hafi ekki áhuga á framgangi flokksins. Helgi segist ekki vita hvað hann á við. „Það er nú ákaflega undarleg fullyrðing eftir að vera búinn að vinna að framgangi þessa flokks í eitt ár. Markmiðið er að koma þessum stefnumálum fram, annars væri maður ekki að standa í þessu,“ segir Helgi.Helgi Helgason Ãslenska ÞjóðfylkinginHelgi segir Íslensku þjóðfylkinguna hafa skilað inn framboðum í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. „Það náðist ekki vegna þess að það var ekki nægur tími til stefnu. Gögnum sem voru í eigu flokksins var ekki skilað til hans af því fólki sem gekk út,“ segir Helgi. Flokkurinn náði reyndar heldur ekki að skila inn framboði í Norðausturkjördæmi vegna þess að ekki tókst að safna tilskyldum fjölda undirskrifta til stuðnings framboðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins bjóða níu framboð fram lista í öllum kjördæmum landsins. Að auki eru þrjú framboð sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segist ekki skilja um hvað ágreiningur hans við oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum snýst. Oddvitarnir tveir, þeir Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, tilkynntu í fyrradag að þeir væru hættir við framboð. Um leið varð ljóst að flokknum gæfist ekki svigrúm til þess að bjóða fram í kjördæmunum, því framboðsfrestur rann út í gær. „Það er kannski alveg ljóst. Ég held að þetta sé nú aðallega ágreiningur um það að fara eftir réttum boðleiðum innan flokksins og þarna voru aðilar sem töldu að þeir gætu farið sínu fram án þess að tala við kóng eða prest eða stjórn eða neinn annan,“ segir Helgi Helgason við Fréttablaðið. Gústaf hefur sagt að Helgi hafi ekki áhuga á framgangi flokksins. Helgi segist ekki vita hvað hann á við. „Það er nú ákaflega undarleg fullyrðing eftir að vera búinn að vinna að framgangi þessa flokks í eitt ár. Markmiðið er að koma þessum stefnumálum fram, annars væri maður ekki að standa í þessu,“ segir Helgi.Helgi Helgason Ãslenska ÞjóðfylkinginHelgi segir Íslensku þjóðfylkinguna hafa skilað inn framboðum í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. „Það náðist ekki vegna þess að það var ekki nægur tími til stefnu. Gögnum sem voru í eigu flokksins var ekki skilað til hans af því fólki sem gekk út,“ segir Helgi. Flokkurinn náði reyndar heldur ekki að skila inn framboði í Norðausturkjördæmi vegna þess að ekki tókst að safna tilskyldum fjölda undirskrifta til stuðnings framboðinu. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins bjóða níu framboð fram lista í öllum kjördæmum landsins. Að auki eru þrjú framboð sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41