Ríkisstjórnarflokkarnir fá falleinkunn í loftslagsrýni Þorgeir Helgason skrifar 15. október 2016 07:00 Frá loftslagsgöngunni 2014. vísir/valli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn fengu falleinkunn í loftslagsrýni sem unnin var á dögunum af fréttavefnum Loftslag.is. Vefurinn rýndi í mikilvægi loftlagsmála hjá þeim sjö stjórnmálaflokkum sem hafa mesta möguleika að ná manni inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum. Gefnar voru einkunnir út frá sjö þáttum en þeir þættir sem skiptu hvað mestu máli fyrir niðurstöðu greiningarinnar voru: hvort flokkurinn væri með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort flokkurinn hefði sett sér tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2 og hvort gert væri ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var sá flokkur sem kom best út úr greiningunni með 64 stig af 100 mögulegum en Björt framtíð fylgdi fast á hæla Vinstri grænna með 60 stig. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu hins vegar falleinkunn í greiningunni, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sjö stig og Framsóknarflokkurinn fjögur stig. „Með þessari rýni erum við annars vegar að sýna kjósendum hvar áherslurnar liggja og hins vegar að hvetja stjórnmálaflokkana til þess að veita loftslagsmálunum meiri athygli. Viku fyrir kosningar verða einkunnirnar uppfærðar og þangað til hafa stjórnmálaflokkarnir tækifæri til þess að skýra stefnur sínar í loftslagsmálum,“ segir Höskuldur Búi Jónsson, jarðfræðingur og ritstjóri Loftslags.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn fengu falleinkunn í loftslagsrýni sem unnin var á dögunum af fréttavefnum Loftslag.is. Vefurinn rýndi í mikilvægi loftlagsmála hjá þeim sjö stjórnmálaflokkum sem hafa mesta möguleika að ná manni inn á þing samkvæmt skoðanakönnunum. Gefnar voru einkunnir út frá sjö þáttum en þeir þættir sem skiptu hvað mestu máli fyrir niðurstöðu greiningarinnar voru: hvort flokkurinn væri með eða á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu, hvort flokkurinn hefði sett sér tölu- og/eða tímasett markmið varðandi samdrátt í losun CO2 og hvort gert væri ráð fyrir kolefnisgjaldi eða hagrænum hvötum á losun gróðurhúsalofttegunda. Vinstrihreyfingin – grænt framboð var sá flokkur sem kom best út úr greiningunni með 64 stig af 100 mögulegum en Björt framtíð fylgdi fast á hæla Vinstri grænna með 60 stig. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu hins vegar falleinkunn í greiningunni, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sjö stig og Framsóknarflokkurinn fjögur stig. „Með þessari rýni erum við annars vegar að sýna kjósendum hvar áherslurnar liggja og hins vegar að hvetja stjórnmálaflokkana til þess að veita loftslagsmálunum meiri athygli. Viku fyrir kosningar verða einkunnirnar uppfærðar og þangað til hafa stjórnmálaflokkarnir tækifæri til þess að skýra stefnur sínar í loftslagsmálum,“ segir Höskuldur Búi Jónsson, jarðfræðingur og ritstjóri Loftslags.is. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira