Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2016 15:44 Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26