Innlent

Oddviti Dögunar í Suðvesturkjördæmi situr fyrir svörum í beinni útsendingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Umsjónarmenn Kosningaspjalls Vísis eru Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir.
Umsjónarmenn Kosningaspjalls Vísis eru Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir. vísir/vilhelm
Ragnar Þór Ingólfsson oddviti Dögunar í Suðvesturkjördæmi situr fyrir svörum í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í dag en þátturinn er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi.

Þátturinn hefst klukkan 13:30 og verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu Vísis sem og á vefnum. Áhorfendum Vísis gefst tækifæri á að spyrja frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram í kosningunum út í þeirra helstu stefnumál og málefni.

Á meðan á útsendingu stendur geta lesendur og áhorfendur sent inn spurningar með því að setja inn athugasemdir við beinu útsendinguna á Facebook. Fyrir útsendingu er einnig hægt að senda spurningar í gegnum tölvupóst á netfangið sunnakristin@365.is og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að nýta tækifærið til að spyrja frambjóðanda Dögunar spjörunum úr.

Kosningaspjall Vísis verður í beinni útsendingu virka daga fram að kosningum. Dregið var um í hvaða röð fulltrúar flokkanna koma í þáttinn en á morgun mætir Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar í þáttinn.

Dagskrána fram að kosningum má svo sjá hér að neðan:

13. október: Dögun

14. október: Samfylkingin

17. október: Vinstri græn

19. október: Björt framtíð

20. október: Viðreisn

21. október: Flokkur fólksins

24. október: Húmanistar

25. október: Framsóknarflokkurinn

26. október: Sjálfstæðisflokkurinn


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×